Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

429. fundur 10. apríl 2008 kl. 10:00 - 12:45 í Ráðhúsinu
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Árskóli - menningarhús

Málsnúmer 0804018Vakta málsnúmer

Kynntar hugmyndir um fyrirhugaða stækkun Árskóla og mögulega samtengingu þess verkefnis við byggingu menningarhúss á Sauðárkróki. Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs kom inn á fundinn.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 0804020Vakta málsnúmer

Sjá trúnaðarbók.

3.Heimsókn forseta Íslands í Skagafjörð

Málsnúmer 0802053Vakta málsnúmer

Farið yfir dagskrá heimsóknarinnar og aðkomu sveitarstjórnarfulltrúa að einstökum liðum hennar. Áskell Heiðar Ásgeirsson sat fund ráðsins undir þessum dagskrárlið og vék síðan af fundi.

4.Starfsendurhæfing

Málsnúmer 0802014Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá undirbúningshópi um stofnun Starfsendurhæfingar Skagafjarðar þar sem lagt er til að stofnað verði félag sem annarsvegar geti tekið ákvarðanir um meðferð fjár til undirbúnings og hins vegar um framtíðarform og fyrirkomulag starfseminnar. Væntanlegir stofnaðilar eru Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki, Aldan - verkalýðsfélag og Sveitarfélagið Skagafjörður. Byggðarráð samþykkir að verða stofnaðili að Starfsendurhæfingu Skagafjarðar (STES).

5.Kiwanisklúbburinn Drangey - styrkumsókn v.fasteignaskatts

Málsnúmer 0804015Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Kiwanisklúbbnum Drangey um styrk til greiðslu fasteignaskatts 2008. Með umsókninni fylgja fullnægjandi gögn skv. reglugerð sveitarfélagsins þar að lútandi. Byggðarráð samþykkir að styrkja klúbbinn um 70% af álögðum fasteignaskatti 2008.

6.Stapi, lífeyrissjóður - ársfundarboð 2008

Málsnúmer 0804010Vakta málsnúmer

Lagt fram aðalfundarboð frá Stapa, lífeyrissjóði um ársfund sjóðsins sem verður haldinn í Hótel Reynihlíð 30. apríl nk.

7.Áætlanir um úthlutanir framlaga á árinu 2008

Málsnúmer 0804016Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar áætlanir um úthlutanir framlaga Jöfnunasjóðs sveitarfélaga á árinu 2008 að undanskyldu tekjujöfnunarframlagi. Samtals áætlun að upphæð 515 mkr.

8.Lögmannsþjónusta v. þjóðlendumála

Málsnúmer 0804012Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Regula lögmannsstofu, þar sem fyrirtækið óskar eftir tækifæri á að kynna þjónustu sína varðandi þjóðlendumál.

Fundi slitið - kl. 12:45.