Fara í efni

Umsókn um styrk til framkvæmda við aðstöðuhús.

Málsnúmer 0805086

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 125. fundur - 27.05.2008

Félags-og tómstundanefnd samþykkir að veita Hestamannafélaginu Svaða 150 þúsund króna framkvæmdastyrk vegna framkvæmda við aðstöðu við félagshúsið. Tekið skal af gjaldalið 06630.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 229. fundur - 03.06.2008

Bjarni Jónsson lagði fram tillögu:
?Því verði beint til byggðarráðs að það skoði hvort sveitarfélagið geti ekki komið með veglegri hætti að framkvæmdum við félagsaðstöðu Hestamannafélagsins Svaða en með þeim 150 þús. króna styrk sem hér er til afgreiðslu. Með því móti væri hægt að styðja betur við það barna- og unglingastarf sem Svaði er að skapa aðstöðu fyrir.?

Tillaga Bjarna Jónssonar borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 449. fundur - 10.10.2008

Tekið fyrir erindi frá Hestamannafélaginu Svaða um styrk til framkvæmda við aðstöðuhús, sem afgreitt var á 229. fundi sveitarstjórnar og vísað til byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2009.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann telji að málið hefði þurft að skoða frekar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 235. fundur - 21.10.2008

Afgreiðsla 449. fundar byggðarráðs staðfest á 235. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.