Útfærsla á greiðslu Hvatapeninga v. Vetrartím
Málsnúmer 0806061
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 126. fundur - 18.06.2008
Ræddar hugmyndir um útfærslu á greiðslu Hvatapeninga vegna Vetrar T.Í.M. Nefndin felur Frístundastjóra að vinna að málinu áfram í samvinnu við íþróttahreyfingu og aðra sem að málinu koma. Hugmyndin gengur út á að nýta Navisjon bókunarkerfi sveitarfélagsins til að halda utan um skráningu þátttakenda og greiðslu Hvatapeninga.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 230. fundur - 24.06.2008
Afgreiðsla 126. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 230. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 134. fundur - 25.11.2008
Félags- og tómstundanefnd samþykkir að umsóknarfrestur um Hvatapeninga fyrir vetrarstarf á árinu 2008 verði 19. des 2008 og seinni umsóknarfrestur 15. janúar 2009. Nefndin leggur áherslu á að fyrirkomulag Hvatapeninga verði vel kynnt.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 238. fundur - 02.12.2008
Afgreiðsla 134. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 238. fundi sveitarstjórnar 02.12.08 með níu atkvæðum.