Fara í efni

Rekstur sundlaugarinnar að Sólgörðum, Fljótum

Málsnúmer 0808076

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 143. fundur - 26.05.2009

Frístundastjóri kynnir að rekstraraðilinn, sem hefur haft laugina á leigu síðustu 2 sumur, ætli ekki að leigja laugina í sumar. Þá hafa einnig komið í ljós miklar skemmdir á lögnum. Tæknideild er að skoða málið. Ákvörðun um framhald verður tekin þegar niðurstaða tæknideildar liggur fyrir.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 248. fundur - 09.06.2009

Bjarni Jónsson leggur fram bókun:
?Undirritaður leggur áherslu á að viðgerð á sundlauginni að Sólgörðum verði lokið hið fyrsta svo hún nýtist allavega síðla sumars og svo samhliða skólastarfi að Sólgörðum næsta vetur. Ráð var fyrir því gert í fjárhagsáætlun ársins 2009.?

Afgreiðsla 143. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 248. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 146. fundur - 11.08.2009

Sundlaugin að Sólgörðum var opnuð aftur eftir lagfæringar 30. júlí og gerður verktakasamningur við Ingunni Mýrdal um rekstur laugarinnar frá 30. júlí -25. ágúst.
Borist hefur bréf frá Guðrúnu Hönnu Halldórsdóttur, íbúa í Fljótum, þar sem hún óskar skýringa og rökstuðnings á ráðningu rekstraraðila að sundlauginni í Fljótum.
Formaður leggur til að bréfinu verði vísað til sveitarstjóra til svara þar sem hann er yfirmaður starfsmanna Frístundasviðs. Jenný Inga, áheyrnarfulltrúi V.G. óskar bókað að hún mótmæli hvernig að ráðningu rekstraraðilans var staðið.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 487. fundur - 20.08.2009

Lagt fram bréf frá Guðrúnu Hönnu Halldórsdóttur þar sem mótmælt er harðlega vinnubrögðum frístundasviðs sveitarfélagsins varðandi ráðningu sundlaugarvarða við sundlaugina að Sólgörðum í Fljótum.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara bréfritara með hliðsjón af upplýsingum frá íþróttafulltrúa.
Bjarni Jónsson óskar bókað: "Ekki hefur verið nægjanlega vel haldið á málum sem tengjast Sólgarðalaug að undanförnu af hálfu yfirstjórnar sveitarfélagsins. Óánægja Fljótamanna er því skiljanleg."

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 487. fundur - 20.08.2009

Afgreiðsla 146. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 487. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.