Fara í efni

Fjárhagsáætlun 2009 Félagsmál

Málsnúmer 0810032

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 235. fundur - 21.10.2008

Lagt fram á 235. fundi sveitarstjórnar 21.10.08.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 131. fundur - 28.10.2008

Lögð fram drög félagsmálastjóra. Gjaldskrár verða teknar fyrir á næsta fundi sem ákvarðaður er þriðjudaginn 4. nóvember kl. 12:00. Nefndin vísar fyrirliggjandi drögum til byggðarráðs með fyrirvara um breytingar á síðari stigum.
Gunnar M. Sandholt víkur af fundi.
María Björk Ingvadóttir og Ivano Tasin koma á fundinn.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 132. fundur - 04.11.2008

Grunnupphæð fjárhagsaðstoðar: Nefndin samþykkir að hækka grunnupphæð fjárhagsaðstoðar og verði hún 90% af grunnupphæð atvinnuleysisbóta. Miðað við núverandi greiðslur er um 37% hækkun að ræða, úr 99.325, í 122.400 kr.
Vísað til byggðarráðs.
Niðurgreiðsla dagvistunar barna á einkaheimilum: Nefndin samþykkir að hækka viðmiðunarupphæðir 6. gr. reglna um niðurgreiðslu um 6%, með það að markmiði að mismunur á leikskólagjaldi og dagmæðragjaldi verði svipaður og verið hefur. Þessi mismunur er þó undir gjaldskrá hverrar dagmóður kominn. Vísað til byggðarráðs.
Gjaldskrá og reglur heimaþjónustu: Nefndin samþykkir að þær verði óbreyttar: Fyrir félagslega heimaþjónustu skal greiða gjald fyrir hverja unna vinnustund sem nemur launaflokki 123, 5 þrepi, samkvæmt samningum Starfsmannafélags Skagafjarðar, að viðbættu orlofi og launatengdum gjöldum. Undanþegnir gjaldskyldu eru þeir sem ekki hafa aðrar tekjur en lágmarks lífeyristekjur Tryggingastofnunar, eins og verið hefur. Þjónustuþegar með tekjur sem eru allt að 50 % hærri en viðmiðunartekjur
greiða gjald sem nemur 1/3 af tímakaupi starfsmanns og þeir sem hafa tekjur sem eru hærri en 75 % af viðmiðunartekjum greiða fullt tímakaup starfsmanns.
Vísað til byggðarráðs.
Gjaldskrá akstursþjónustu fatlaðra: Nefndin samþykkir að akstursþjónusta fyrir fatlaða verði gjaldfrjáls. Vísað til byggðarráðs.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 236. fundur - 04.11.2008

Lagt fram á 236. fundi sveitarstjórnar 04.11.08.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 237. fundur - 18.11.2008

Afgreiðsla 132. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 237. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 135. fundur - 09.12.2008

Nefndin hefur yfirfarið gaumgæfilega fyrri drög að fjárhagsáætlun félagsmála fyrir árið 2009 og sér sér ekki fært að lækka rekstrarliði áætlunarinnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 239. fundur - 18.12.2008

Afgreiðsla 135. fundar félags- og tómstundanefndar 09.12.08 staðfest á 239. fundi sveitarstj. 18.12.08 með níu atkvæðum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 136. fundur - 20.01.2009

Formaður kynnir tillögur um breytingar á fjárhagsáætlun fyrir 2009:
Fjárhagsaðstoð: Hækkun 2,2 millj.
Félagsleg heimaþjónusta launaliður:Lækkun: 1,5 millj
Niðurgreidd þjónusta: Lækkun 1,7 millj
Dagvist aldraðra, tekjuliður: Hækkun 1,0 millj.
Dagvist aldraðra, launaliður: 0,9 millj.
Ýmsir styrkir og annað: Lækkun 0,4 millj.
Samtals til lækkunar: 3.279.000 kr.
Félags- og tómstundanefnd samþykkir þessar breytingar samhljóða,og vísar til Byggðarráðs.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 241. fundur - 29.01.2009

Afgreiðsla 136. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 241. fundi sveitarstj. 29.01.09 með níu atkvæðum.