Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

135. fundur 09. desember 2008 kl. 09:00 - 11:40 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Fundargerð ritaði: Þórdís Friðbjörnsdóttir, María Björk Ingvadóttir og Gunnar Sandholt
Dagskrá

1.Umsókn um styrk til þjálfunar íþrótta ungra barna

Málsnúmer 0811082Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd getur ekki orðið við þessu erindi.

2.Fjárhagsáætlun 2009 Æskulýðs-og íþróttamál

Málsnúmer 0810033Vakta málsnúmer

Frístundastjóri leggur fram tillögur að breytingum til lækkunar á fjárhagsáætlun um 2,0 milljónir 2009.
Félags- og tómstundanefnd leggur til við Byggðaráð að ungmenni,16-18 ára með lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði, fái þjónustukort frá sveitarfélaginu sem veiti þeim frían aðgang að sundlaugum sveitarfélagsins. María Björk Ingvadóttir vék af fundi.

3.Fjárhagsáætlun 2009 Félagsmál

Málsnúmer 0810032Vakta málsnúmer

Nefndin hefur yfirfarið gaumgæfilega fyrri drög að fjárhagsáætlun félagsmála fyrir árið 2009 og sér sér ekki fært að lækka rekstrarliði áætlunarinnar.

4.Umsókn um leyfi til daggæslu á einkaheimili

Málsnúmer 0812024Vakta málsnúmer

Félags og tómstundanefnd samþykkir að veita Regínu Jónu Gunnarsdóttur, Raftahlíð 48, byrjendaleyfi til daggæslu barna á heimili sínu.

5.Starfsendurhæfing

Málsnúmer 0802014Vakta málsnúmer

Sveinn Allan Morthens vék af fundi.
Lagt fram erindi Herdísar Klausen, formanns stjórnar Starfsendurhæfingar Skagafjarðar, þar sem þess er farið á leit að sveitarfélagið komi að niðurgreiðslu ferðakostnaðar fyrir þá sem sækja starfsendurhæfingu og búa utan Sauðárkróks.
Nefndin samþykkir að veita 1.000.000 króna af gjaldalið 02890 til þessa verkefnis, enda var sú fjárhæð ætluð til samstarfs um starfsendurhæfingu í Skagafirði við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2008. Félagsmálastjóra falið að setja reglur um niðurgreiðsluna, sem taki mið af niðurgreiðslureglum Tryggingastofnunar og gert sé ráð fyrir samnýtingu aksturs þegar unnt er.

Fundi slitið - kl. 11:40.