Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

136. fundur 20. janúar 2009 kl. 09:15 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Gunnar M. Sandholt félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Daggæsluleyfi framhaldsleyfi Sigrún Heiða Pétursdóttir

Málsnúmer 0901060Vakta málsnúmer

Nefndin samþykkir að veita Sigrúnu Heiðu Pétursdóttur, Hólavegi 15, framhaldsleyfi til daggæslu barna á heimili hennar og fær hún leyfi fyrir fimm börnum, þ.m.t. hennar eigin börn undir 6 ára aldri, skv. ákvæðum reglugerðar nr.907/2005, sbr. og meðfylgjandi greinargerð félagsráðgjafa.

2.Daggæsluleyfi endurnýjun 5. barn Hulda Gísladóttir

Málsnúmer 0901052Vakta málsnúmer

Nefndin samþykkir að veita Huldu Gísladóttur, Fellstúni 14, framhaldsleyfi til daggæslu barna á heimili hennar og fær hún leyfi fyrir fimm börnum, skv. ákvæðum reglugerðar nr.907/2005, sbr. og greinargerð félagsráðgjafa.

3.Daggæsluleyfi 5. barn Regína Jóna Gunnarsdóttir

Málsnúmer 0901051Vakta málsnúmer

Nefndin samþykkir að veita Regínu Jónu Gunnarsdóttur, Raftahlíð 48, heimild til að taka fimm börn í daggæslu, þ.m.t. hennar eigin barn ynga en 6 ára, skv. ákvæðum reglugerðar nr.907/2005, sbr. og greinargerð starfsmanna.

4.Daggæsluleyfi 5. barn Kristín Björg Ragnarsdóttir

Málsnúmer 0901063Vakta málsnúmer

Nefndin samþykkir að veita Kristínu B. Ragnarsdóttur, Brekkutúni 12, heimild til að taka fimm börn í daggæslu, þ.m.t. hennar eigin barn undir 6 ára aldri, skv. ákvæðum reglugerðar nr.907/2005, sbr. og greinargerð starfsmanna.

5.Daggæsluleyfi 5. barn Jóna Guttormsdóttir

Málsnúmer 0901064Vakta málsnúmer

Nefndin samþykkir að veita Jónu Guttormsdóttur, Hólavegi 38, heimild til að taka fimm börn í daggæslu, þ.m.t. hennar eigin barn undir 6 ára aldri, skv. ákvæðum reglugerðar nr.907/2005, sbr. og greinargerð starfsmanna.

6.Málefni dagmæðra

Málsnúmer 0901057Vakta málsnúmer

Jenný Eiðsdóttir ber fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúar félags og tómstundanefndar fundi sem fyrst með dagmæðrum til að ræða beiðni þeirra varðandi sameiginlega aðstöðu og aukna möguleika til útivistar með börnunum.
Samþykkt samhljóða

7.Niðurgreiðsla dagvistar barna á einkaheimilum

Málsnúmer 0801062Vakta málsnúmer

Rætt um aukna niðurgreiðslu vegna systkina í gæslu hjá dagforeldri. Fyrir liggur minnisblað félagsmálastjóra dags. 20.01.2009.
Nefndin samþykkir að hlistæðar reglur gildi um systkinaafslátt vegna niðurgreiðslna vegna daggæslu barna hjá dagforeldrum og gilda á leikskólum. Félagsmálastjóra falið að útfæra fyrirkomulag reglna þar að lútandi með hliðsjón af þeim ákvörðunum sem gilda munu um leikskólana.

8.Fjárhagsaðstoð trúnaðarmál

Málsnúmer 0802068Vakta málsnúmer

Lögð fram 3 mál, samþykkt þrjú erindi en einu synjað

9.Verkfallslistar fyrir 1. feb. 2009

Málsnúmer 0901033Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 9. janúar 2009 um undanþágulista vegna hugsanlegra verkfalla.

10.Fjárhagsáætlun 2009 Félagsmál

Málsnúmer 0810032Vakta málsnúmer

Formaður kynnir tillögur um breytingar á fjárhagsáætlun fyrir 2009:
Fjárhagsaðstoð: Hækkun 2,2 millj.
Félagsleg heimaþjónusta launaliður:Lækkun: 1,5 millj
Niðurgreidd þjónusta: Lækkun 1,7 millj
Dagvist aldraðra, tekjuliður: Hækkun 1,0 millj.
Dagvist aldraðra, launaliður: 0,9 millj.
Ýmsir styrkir og annað: Lækkun 0,4 millj.
Samtals til lækkunar: 3.279.000 kr.
Félags- og tómstundanefnd samþykkir þessar breytingar samhljóða,og vísar til Byggðarráðs.

11.Hugmynd um frítt sund fyrir atvinnulausa

Málsnúmer 0901044Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá ASÍ þar sem reifaðar eru hugmyndir um að veita atvinnulausum frían aðgang í sundstaði sveitarfélagsins. Félags-og tómstundanefnd tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjórum Félagsmála-og Frístundasviða í samvinnu við þá sem málið varða, útfærslu hugmyndarinnar.

12.Fjárhagsáætlun 2009 Æskulýðs-og íþróttamál

Málsnúmer 0810033Vakta málsnúmer

Formaður kynnir tillögur að breytingum á fjárhagsáætlun fyrir 2009:
Lagt er til að heildarlækkun í 06 málaflokknum nemi 2.429.000.-
Æskulýðs-og tómstundamál um 902.000,- og Íþróttamál um 1.527.000.-
Félags- og tómstundanefnd samþykkir þessar breytingar samhljóða,og vísar til Byggðarráðs.

Fundi slitið.