Samkomulag við VÍS um vátryggingar
Málsnúmer 0811013
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 261. fundur - 30.03.2010
Afgreiðsla 509. fundar byggðaráðs staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 522. fundur - 15.07.2010
Formaður leggur til uppsögn samningsins verði frestað, var það samþykkt samhljóða.
Sigurjón Þórðarson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óska bókað "að þau telji eðlilegt og hagkvæmt að bjóða út tryggingapakka sveitarfélagins eins og ráð var fyrir gert, enda liggja engin gögn fyrir í málinu sem benda til þess að skynsamlegt sé að fresta útboði".
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 557. fundur - 23.06.2011
Vátryggingarsamningur á milli VÍS og Sveitarfélagsins. Samningurinn rann út í árslok 2010 og var framlengdur í eitt ár.
Samþykkt að endurnýja ekki núverandi samning og sveitarstjóra falið að óska eftir tilboðum í vátryggingar sveitarfélagins til fjögurra ára.
Lagt fram samkomulag frá 3. janúar 2006 við Vátryggingafélag Íslands um tryggingar sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að segja samkomulaginu upp fyrir 30. júní nk. og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að undirbúa nýtt útboð trygginga fyrir sveitarfélagið.