Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

557. fundur 23. júní 2011 kl. 09:00 - 11:13 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Félagsmálastjóri og Guðmundur Þór Guðmundsson umsjónarmaður eignasjóðs sátu fundinn undir liðnum, 'Málefni fatlaðra og sala eigna' og félagsmálastjóri einnig undir liðnum 'Sameiginleg barnaverndarnefnd'.

1.Kosning formanns byggðarráðs 2011

Málsnúmer 1105066Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að Stefán Vagn Stefánsson verði kjörinn formaður byggðarráðs.

Tillagan samþykkt samhljóða.

2.Kosning varaformanns byggðarráðs 2011

Málsnúmer 1106108Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að Bjarni Jónsson verði kjörinn varaformaður byggðarráðs.

Tillagan samþykkt samhljóða.

3.Sumarleyfi sveitarstjórnar 2011 - tillag um afgreiðsluheimild til byggðarráðs

Málsnúmer 1106090Vakta málsnúmer

Á fundi sveitarstjórnar þann 21. júní sl. var samþykkt fullnaðarafgreiðsluheimild byggðarráðs, í sumarleyfi sveitarstjórnar frá 22. júní til 15. ágúst 2011

4.Málefni fatlaðra og sala fasteigna

Málsnúmer 1105090Vakta málsnúmer

Málinu vísað frá félags- og tómstundanefnd.

Lagt fram bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga varðandi eignirnar að Grundarstíg 22 og Fellstúni 19 ásamt minnisblaði félagsmálastjóra og svari sveitarstjóra til Jöfnunarsjóðs dags.10. júní um notkun eignanna. Taka þarf afstöðu til erindis Jöfnunarsjóðs innan mánaðar frá móttöku þess. Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri og Guðmundur Þór Guðmundsson umsjónarmaður eignasjóðs sátu fundinn undir þessum líð. Guðmundi Þór falið að hafa samband við fasteignasala til að verðmeta eignirnar. Sveitarstjóra falið að annast samningagerð við Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

5.Samkomulag við VÍS um vátryggingar

Málsnúmer 0811013Vakta málsnúmer

Vátryggingarsamningur á milli VÍS og Sveitarfélagsins. Samningurinn rann út í árslok 2010 og var framlengdur í eitt ár.

Samþykkt að endurnýja ekki núverandi samning og sveitarstjóra falið að óska eftir tilboðum í vátryggingar sveitarfélagins til fjögurra ára.

6.Sameiginleg barnaverndarnefnd

Málsnúmer 1106072Vakta málsnúmer

Stjórn SSNV leggur til við aðildarsveitarfélögin að stofnuð verði sameiginleg barnaverndarnefnd aðildarsveitarfélagana. Kosið verði í nefndina á 19. ársþingi SSNV og taki nefndin til starfa 1. janúar 2012. Þá samþykkti stjórn að vísa tillögunni til afgreiðslu 19.ársþings. Félagsmálastjóri sat fundinn undir þessum lið. Erindið sent til barnavernda- og félagsmálanefndar til umsagnar.

7.Samningur til styrktar útgáfu Byggðasögu Skagafjarðar

Málsnúmer 1105144Vakta málsnúmer

Málinu vísað frá sveitarstjórnarfundi til frekari umfjöllunar og afgreiðslu.

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning til fjögurra ára til ritunar Byggðasögu Skagfirðinga. Jafnframt lýsir Byggðarráð yfir ánægju með störf þeirra sem komið hafa að ritun Byggðasögu Skagfirðinga. Byggðasaga Skagafjarðar er stórvirki í íslenskri byggðasöguritun og hefur verið tilnefnd til verðlauna í röðum fræðirita, auk þess sem ritstjóri Byggðasögunnar hefur verið sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til héraðssögu, fræða og menningar. Mikilvægt er að þessari metnaðarfullu útgáfu verði framhaldið og henni lokið á sómasamlegan hátt. Minnt skal á í því sambandi að í upphafi báru Héraðsnefnd Skagfirðinga og Sveitarfélagið Skagafjörður hitann og þungann af ritun Byggðasögunnar en hin síðari ár hafa fleiri lagst á árarnar og ber að þakka það.

8.Styrkbeiðni v Jónsmessuhátiðar 2011

Málsnúmer 1106109Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Kristjáni Jónssyni formanni hátíðarnefndar Jónsmessuhátíðar Hofsósinga þar sem hann fer fram á styrk að upphæð kr. 450.000,- Einnig er óskað eftir endurgjaldslausu afnotum af áhaldahúsi og bifreið sveitafélagsins á Hofsósi. Samþykkt að veita 300.000 kr styrk og endurgjaldslaus afnot af áhaldahúsi og bifreið sveitarfélagsins á Hofósi,af málaflokki byggðarráðs.

9.Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Málsnúmer 1106081Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Villa Nova ehf. þar sem sótt er um styrk til að mæta álagningu fasteignagjalda 2011 á fasteignina Aðalgötu 23, Villa Nova, skv. 2. málsgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Byggðarráð samþykkir að veita styrk sem nemur 30% af fasteignaskatti ársins 2011 skv. 5. gr. reglna sveitarfélagins um styrki til greiðslu fasteignaskatts.

10.Vindheimamelar- Umsagnarbeiðni vegna Landsmóts

Málsnúmer 1106078Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er eftir umsögn frá sveitarfélaginu varðandi veitingu leyfis fyrir Landsmóti hestamanna sem haldið verður á Vindheimamelum dagana 26. júní til 3. júlí.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins.

11.Fráveitur sveitarfélaga

Málsnúmer 1106060Vakta málsnúmer

Í framhaldi af bréfi Umhverfisstofnunar, dags 7. júní, þar sem minnt er á yfirumsjónar og samræmingarhlutverk stofnunarinnar og skyldur sveitarfélaga til að sækja um starfsleyfi til heilbrigðisnefnda, hefur Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra hefur óskað eftir greinagerð um stöðu og áform í fráveitumálum sveitarfélagins, greinagerðin berist Heilbrigðiseftirlitinu fyrir 10. september nk. Byggðarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að veita umbeðnar upplýsingar.

12.Dagur íslenskrar náttúru

Málsnúmer 1106058Vakta málsnúmer

Málið var til kynningar.

13.Börn og áfengisauglýsingar

Málsnúmer 1106087Vakta málsnúmer

Málið var til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:13.