Sölu- og nytjamarkaður í Reiðhöllinni
Málsnúmer 0811025
Vakta málsnúmerFramkvæmdaráð Skagafjarðar - 11. fundur - 17.11.2008
Markaðs- og þróunarsviði falið að kanna hvort þetta erindi geti tengst öðrum þeim viðburðum sem haldnir verða á næstunni á Króknum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 237. fundur - 18.11.2008
Afgreiðsla 133. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 237. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 134. fundur - 25.11.2008
Framkvæmdaráð vísaði tillögunni til skoðunar hjá sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs. Henni var svo beint til áhugahópa. Einn af þessum hópum verður með markað í Aðalgötunni á Sauðárkróki nú á jólaföstunni.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 238. fundur - 02.12.2008
Lagt fram á 238. fundi sveitarstjórnar 02.12.2008.
"Félags- og tómstundanefnd beinir því til Framkvæmdaráðs sveitarfélagsins að beita sér fyrir sölu- og nytjamarkaði í Reiðhöllinni þar sem fólki og félagasamtökum yrði gefinn kostur að auka tekjur sínar og koma heimilisiðnaði og -framleiðslu, notuðum hlutum og fötum, jólavarningi osfrv. á framfæri auk þess sem fólk getur komið saman og átt ánægjulegan dag saman í skammdeginu."
Samþykkt samhljóða.