Byggðastofnun - fyrirhugaðar breytingar
Málsnúmer 0811065
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 456. fundur - 01.12.2008
Ræddur og undirbúinn fundur vegna málsins með fulltrúum iðnaðarráðuneytis.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bóka fund í iðnaðarráðuneytinu næsta föstudag. Jafnframt er sveitarstjóra falið að óska eftir fundi með fulltrúum fjárlaganefndar sama dag.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bóka fund í iðnaðarráðuneytinu næsta föstudag. Jafnframt er sveitarstjóra falið að óska eftir fundi með fulltrúum fjárlaganefndar sama dag.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 238. fundur - 02.12.2008
Gísli Árnason lagði fram bókun:
?Ég vil árétta bókun mína varðandi hugmyndir iðnaðarráðuneytisins um að leggja af þróunarsvið Byggðastofnunar. Hugmyndir þessar tákna í raun að umsjón byggðamála og framkvæmd byggðastefnu stjórnvalda er flutt af landsbyggðinni og gengur því í berhögg við núverandi stefnu stjórnvalda. Landsbyggðin þarf á öðru að halda nú um stundir en hugmyndum af þessum toga.
Á hinn bóginn fagna ég ákvörðun Iðnaðarráðherra, sem hann upplýsti á ferðamálaþingi nýverið, um að setja á fót Rannsóknar- og þróunarsetur í ferðamálum í samvinnu við Háskólann á Hólum, þar sem ráðuneytið mun leggja til fjóra starfsmenn.
Með engu móti er unnt að tengja þessi mál, enda kom ekkert slíkt fram í tilkynningu ráðherra.?
Gísli Árnason, VG
Afgreiðsla 454. fundar byggðarráðs staðfest á 238. fundi sveitarstjórnar 02.12.08 með átta atkvæðum.
Sigurður Árnason óskar bókað að hann víki af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
?Ég vil árétta bókun mína varðandi hugmyndir iðnaðarráðuneytisins um að leggja af þróunarsvið Byggðastofnunar. Hugmyndir þessar tákna í raun að umsjón byggðamála og framkvæmd byggðastefnu stjórnvalda er flutt af landsbyggðinni og gengur því í berhögg við núverandi stefnu stjórnvalda. Landsbyggðin þarf á öðru að halda nú um stundir en hugmyndum af þessum toga.
Á hinn bóginn fagna ég ákvörðun Iðnaðarráðherra, sem hann upplýsti á ferðamálaþingi nýverið, um að setja á fót Rannsóknar- og þróunarsetur í ferðamálum í samvinnu við Háskólann á Hólum, þar sem ráðuneytið mun leggja til fjóra starfsmenn.
Með engu móti er unnt að tengja þessi mál, enda kom ekkert slíkt fram í tilkynningu ráðherra.?
Gísli Árnason, VG
Afgreiðsla 454. fundar byggðarráðs staðfest á 238. fundi sveitarstjórnar 02.12.08 með átta atkvæðum.
Sigurður Árnason óskar bókað að hann víki af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 458. fundur - 16.12.2008
Á fund ráðsins komu eftirtaldir fulltrúar til viðræðu um hugmyndir að breytingum á starfsemi Byggðastofnunar og nýrri starfsemi í tengslum við þær. Frá Iðnaðarráðuneyti Kristján Skarphéðinsson ráðuneytisstjóri, Einar Karl Haraldsson, aðstoðarm. ráðherra og Guðrún Þorleifsdóttir, lögfræðingur; frá Hagstofu Íslands Ólafur Hjálmarsson Hagstofustjóri; frá Ferðamálastofu Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri og Elías Gíslason forstöðum. Upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálastofu á Akureyri og frá Nýsköpunarmiðstöð Þorsteinn Ingi Sigfússon.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 239. fundur - 18.12.2008
Afgreiðsla 456. fundar byggðarráðs 01.12.08 staðfest á 239. fundi sveitarstj. 18.12.08 með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 239. fundur - 18.12.2008
Lagt fram á 239. fundi sveitarstjórnar 18.12.08.
Byggðarráð lýsir þungum áhyggjum af fyrirhuguðum breytingum og felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með iðnaðarráðherra í næstu viku.
Gísli Árnason óskar bókað:"Fyrirliggjandi hugmyndir starfsmanna iðnaðarráðuneytisins um að skerða starfsemi Byggðastofnunar og leggja niður þróunarsvið hennar er köld vatnsgusa framan í íbúa landsbyggðarinnar sem sannarlega þurfa nú á öðru að halda frá ráðuneyti byggðamála. Byggðastofnun hefur gegnt lykilhlutverki í atvinnuþróunarstarfi á landsbyggðinni og leitt alþjóðlegt samstarf í byggðamálum fyrir Íslands hönd. Þá hefur stofnunin haft mikilsverðu hlutverki að gegna í stuðningi við atvinnulíf á landsbyggðinni með lánastarfsemi sinni. Starfsemi stofnunarinnar hefur verið farsæl á undanförnum misserum og starfsfólk skilað góðu starfi. Aldrei hefur verið mikilvægara að efla starfsemi Byggðastofnunar og færa henni aukið hlutverk en einmitt núna.
Hugmyndir starfsmanna iðnaðarráðuneytisins ganga út á að færa umsýslu byggðamála aftur til Reykjavíkur inn í ráðuneytið og til Nýsköpunarmiðstöðvar, sem þar hefur höfuðstöðvar sínar. Ef slíkt næði fram að ganga felur það í sér algera stefnubreytingu af hálfu stjórnvalda sem áður höfðu markað sér þá stefnu að utanumhald á byggðaþróunarstarfi væri á landsbyggðinni og miðstöð þess starfs á Sauðárkróki.
Fagnað er boði iðnaðarráðuneytisins um viðræður við sveitarfélagið um flutning starfa í sveitarfélagið, sem tengjast ferðamálum og Hagstofu Íslands. Áður hefur verið tekin ákvörðun um að Nýsköpunarmiðstöð hafi starfsmenn á Sauðárkróki. Ekki er þó með nokkrum hætti hægt að tengja slíkar viðræður framkomnum hugmyndum um skerðingu á starfsemi Byggðastofnunar. Hér er um allsendis óskyld mál að ræða og öllum má ljóst vera að ósæmilegt væri að stilla hlutunum upp með öðrum hætti."