Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2009
Málsnúmer 0809004Vakta málsnúmer
2.Leiga ræktunarlands
Málsnúmer 0812042Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir að breyta gjaldskrá lóðarleigu ræktunarlands í eigu sveitarfélagsins, fyrir árið 2008, þannig að leiga ræktunarlands utan þéttbýliskjarna verði 0,70 kr/m2 og leiga ræktunarlands í þéttbýli verði óbreytt 1,00 kr/m2.
3.Byggðastofnun - fyrirhugaðar breytingar
Málsnúmer 0811065Vakta málsnúmer
Á fund ráðsins komu eftirtaldir fulltrúar til viðræðu um hugmyndir að breytingum á starfsemi Byggðastofnunar og nýrri starfsemi í tengslum við þær. Frá Iðnaðarráðuneyti Kristján Skarphéðinsson ráðuneytisstjóri, Einar Karl Haraldsson, aðstoðarm. ráðherra og Guðrún Þorleifsdóttir, lögfræðingur; frá Hagstofu Íslands Ólafur Hjálmarsson Hagstofustjóri; frá Ferðamálastofu Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri og Elías Gíslason forstöðum. Upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálastofu á Akureyri og frá Nýsköpunarmiðstöð Þorsteinn Ingi Sigfússon.
4.Skil fjárhagsáætlunar 2009
Málsnúmer 0812032Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá samgönguráðuneytinu þar sem fram kemur m.a. að ef einstök sveitarfélög sjái sér ekki fært að uppfylla ákvæði um skil á fjárhagsáætlun innan hins tiltekna frests (þ.e. fyrir 31.12. 2008), getur ráðuneytið veitt lengri frest enda séu brýnar ástæður fyrir hendi, sbr. 61. gr. laganna. Ráðuneytið mun skoða jákvætt að veita slíka fresti verði eftir því leitað, enda liggi fyrir formleg ákvörðun í sveitarstjórn eða byggðaráði þar að lútandi.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir skilafresti til loka janúar 2009.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir skilafresti til loka janúar 2009.
5.Haustfundur þingmanna Nv.kjörd. - bréf send ráðherrum
Málsnúmer 0812025Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar afrit af bréfum frá 1. þm. Norðvesturkjördæmis, Sturlu Böðvarssyni sem hann ritar í nafni þingmanna Norðvesturkjördæmis til ráðherra í Ríkisstjórn Íslands.
Byggðarráð þakkar 1. þm. kjördæmisins fyrir að fylgja málunum eftir.
Byggðarráð þakkar 1. þm. kjördæmisins fyrir að fylgja málunum eftir.
6.Peningamarkaðssjóður ÍV
Málsnúmer 0812035Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá Rekstrarfélagi verðbréfasjóða í Íslenskum verðbréfum hf. um vanda peningamarkaðssjóða ÍV í kjölfar bankahrunsins.
Fjármálastjóri upplýsti að fyrir bankahrun hafi sveitarfélagið átt um 3. millj. króna í þessum sjóði.
Fjármálastjóri upplýsti að fyrir bankahrun hafi sveitarfélagið átt um 3. millj. króna í þessum sjóði.
7.Stjórnsýsluhúsið - fundargerð 081208
Málsnúmer 0812020Vakta málsnúmer
Fundargerð Húsfélags Stjórnsýsluhúss, dags. 08.12.2008, lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 12:50.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni, með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum, til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Margeir Friðriksson, sviðsstjóri Stjórnsýslu- og fjármálasviðs, sat fundinn undir þessum lið.