Fara í efni

Menningar- og kynningarnefnd

38. fundur 18. mars 2009 kl. 15:00 - 17:45 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Sæluvika 2009

Málsnúmer 0903058Vakta málsnúmer

Guðrún Brynleifsdóttir umsjónarmaður Sæluviku kynnti fyrirliggji drög að dagskrá fyrir Sæluviku 2009 sem fram fer 26. apríl - 2. maí.

2.Kynningarblað 2009

Málsnúmer 0901066Vakta málsnúmer

Rætt um tilboð í útgáfu kynningarblaðs. Ákveðið að fresta afgreiðslu málsins.

3.Menningarlandið 2009 - Ráðstefna maí

Málsnúmer 0903045Vakta málsnúmer

Lögð fram kynning á ráðstefnu um menningarmál sem haldin verður á Stykkishólmi 11-12 maí n.k.

4.Launað leyfi - umsókn Hjalti Pálsson

Málsnúmer 0901100Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Hjalta Pálssyni, sem Byggðarráð fól sveitarstjóra að vinna að í samráði við Menningar- og kynningarnefnd þar sem hann óskar eftir launuðu rannsóknarleyfi í eitt ár.
Nefndin telur að stjórn Byggðasögu Skagafjarðar verði að taka afstöðu til þess hluta málsins sem snýr að samningi um útgáfu hennar. Sviðsstjóri og sveitarstjóri taki málið upp við stjórn Byggðasögu.
Þar sem erindið lá ekki fyrir við gerð fjárhagsáætlun fyrir þetta ár hvetur nefndin til þess að það verði tekið fyrir við gerð næstu fjárhagsáætlunar.
Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

5.Umsókn um ársleyfi

Málsnúmer 0809074Vakta málsnúmer

Rætt um erindi Sigríðar Sigurðardóttur sem var áður á dagskrá nefndarinnar 29.09.08, þar sem hún óskar eftir rannsóknar- og námsleyfi á launum í eitt ár. Nefndin samþykkir að veita Sigríði sex mánaða námsleyfi á launum, í samræmi við ákvæði í hennar kjarasamningi.

6.Skagasel - rekstur 2009

Málsnúmer 0903049Vakta málsnúmer

Rætt um næstu skref varðandi rekstur félagsheimilisins Skagasels. Auglýst var eftir rekstraraðila, en engar umsóknir bárust.

7.Fyrirspurn varðandi félagsheimilið Melsgil

Málsnúmer 0901062Vakta málsnúmer

Áhugahópur um Sturlungaslóð hefur tekið erindi sitt um að fá afnot af félagsheimilinu Melsgili til endurskoðunar og því verður ekki tekin afstaða til erindisins að svo stöddu.

8.Rekstur Menningarhússins Miðgarðs

Málsnúmer 0812021Vakta málsnúmer

Rætt um opnun Menningarhússins Miðgarðs, en stefnt er að opnun í tengslum við Sæluviku.
Rætt um framtíðarskipulag á rekstri hússins, auglýst var eftir rekstraraðila, þrír aðilar svöruðu auglýsingunni og viðræður við þá standa enn yfir. Ákveðið að boða eigendafund í Miðgarði þegar niðurstöður viðræðna liggja fyrir.

Fundi slitið - kl. 17:45.