Atvinnu- og ferðamálanefnd
1.SSNV atvinnuráðgjöf - kynning
Málsnúmer 1003090Vakta málsnúmer
2.V.I.T. 2010
Málsnúmer 1002246Vakta málsnúmer
Ásdís Guðmundsdóttir frá Vinnumálastofun kom til fundarins og kynnti stöðu atvinnuleysis í Skagafirði og helstu úrræði sem stofnunin hefur á sínum snærum fyrir atvinnuleitendur. Nú eru 108 einstaklingar á atvinnuleysisskrá, 61 karl og 47 konur og ríflega helmingur þeirra taka nú þátt í einhverjum úrræðum á vegum stofnunarinnar. Atvinnuleysi í febrúar var 9.3% á landinu öllu en 4.9% á Norðurlandi vestra.
María Björk Ingvadóttir frístundastjóri sveitarfélagsins kom til fundarins og kynnti hugmyndir sem unnar hafa verið á vettvangi Félags- og tómstundanefndar undir heitinu V.I.T. (vinna-íþróttir-tómstundir).
3.Samningur við Skagafjarðarhraðlest - Ósk um upplýsingar
Málsnúmer 1002004Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri kynnti svar við erindi Gísla Árnasonar þar sem hann óskar eftir upplýsingum um samning Skagafjarðarhraðlestarinnar og sveitarfélagsins frá 2007.
Samþykkt að vísa málinu aftur til Byggðaráðs sem óskaði eftir svari frá nefndinni.
4.Atvinnulífsþing í Skagafirði
Málsnúmer 0901008Vakta málsnúmer
Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra um nánari útfærslu á atvinnulífsþingi sem ráðgert er að halda 24.-25. apríl n.k.
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögur.
5.Úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2008-2009
Málsnúmer 0902065Vakta málsnúmer
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að eftirfarandi samþykkt verði send Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytinu: Sveitarstjórn Skagafjarðar beinir því til
Ennfremur beinir hún þeim tilmælum til ráðuneytisins að 19 þorskígildistonnum af byggðakvóta fiskveiðiársins 2008 -2009 sem merkt voru Sveitarfélaginu Skagafirði verði úthlutað til báta í Hofsósi, enda er hér um að ræða leifar þess byggðakvóta sem Byggðastofnun úthlutaði á sínum tíma á grundvelli samdráttar í aflaheimildum á Hofsósi.
Fyrrgreind samþykkt komi í stað áður samþykktra tillagna um úthlutun áðurnefnds byggðakvóta.
6.Úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2009/2010
Málsnúmer 0910051Vakta málsnúmer
Fjallað um úthlutun byggðakvóta fyrir byggðalög í Skagafirði fyrir fiskveiðiárið 2009-2010. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að eftirfarandi samþykkt verði send Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytinu:
Sveitarstjórn Skagafjarðar beinir því til Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis að reglum fyrir úthlutun byggðakvóta til byggðalaga í Sveitarfélaginu Skagafirði fyrir fiskveiðiárið 2009-2010 verði breytt á þann veg að vinnsluskylda í viðkomandi byggðalagi verði felld niður.
Fyrrgreind samþykkt komi í stað áður samþykktra tillagna um úthlutun áðurnefnds byggðakvóta.
Fundi slitið - kl. 15:30.
Jón Óskar Pétursson og Katrín María Andrésdóttir frá SSNV komu til fundarins og kynntu starfsemi SSNV á sviði atvinnuþróunar.