Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
1.
Málsnúmer Vakta málsnúmer
1.1.SSNV atvinnuráðgjöf - kynning
Málsnúmer 1003090Vakta málsnúmer
1.2.V.I.T. 2010
Málsnúmer 1002246Vakta málsnúmer
1.3.Samningur við Skagafjarðarhraðlest - Ósk um upplýsingar
Málsnúmer 1002004Vakta málsnúmer
Gísli Árnason tók til máls og lagði fram tillögu um að þessum lið væri vísað til byggðarráðs. Gísli dró tillögu sína síðar til baka.
Afgreiðsla 58. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 260. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
1.4.Úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2008-2009
Málsnúmer 0902065Vakta málsnúmer
Sigurður Árnason leggur fram breytingartillögu við bókun atvinnu- og ferðamálanefndar frá 11. mars, að við samþykktina bætist eftirfarandi: Að öðru leiti fari úthlutun byggðakvóta fram samkvæmt því fyrirkomulagi sem í gildi var í lögum og reglugerðum varðandi nýtingu byggðakvóta í Skagafirði fyrir fiskveiðiárið 2008-2009"
Gísli Árnason lagði fram eftirfarandi breytingartillögu að texta: " að í stað: að vinnsluskylda í viðkomandi byggðalagi verði felld niður" komi eftirfarnandi texti."..að aflétt verði vinnsluskyldu sbr. ákvæði 1.mgr. 60 gr. reglugerðar nr 82/2010"
Hlé var gert á fundi, Gísli Árnason tók til máls og dró tillögu sína tilbaka vegna upplýsinga sem fram komu á fundinum.
Breytingatillaga Sigurðar Árnasonar borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Tillagan hljóðar þá eftirfarandi:
"Sveitarstjórn Skagafjarðar beinir því til Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis að reglum fyrir úthlutun byggðakvóta til byggðalaga í Sveitarfélaginu Skagafirði fyrir fiskveiðiárið 2008-2009 verði breytt á þann veg að vinnsluskylda í viðkomandi byggðalagi verði felld niður. Ennfremur beinir hún þeim tilmælum til ráðuneytisins að 19 þorskígildistonnum af byggðakvóta fiskveiðiársins 2008 -2009 sem merkt voru Sveitarfélaginu Skagafirði verði úthlutað til báta í Hofsósi, enda er hér um að ræða leifar þess byggðakvóta sem Byggðastofnun úthlutaði á sínum tíma á grundvelli samdráttar í aflaheimildum á Hofsósi. Að öðru leiti fari úthlutun byggðakvóta fram samkvæmt því fyrirkomulagi sem í gildi var í lögum og reglugerðum varðandi nýtingu byggðakvóta í Skagafirði fyrir fiskveiðiárið 2008-2009"
Afgreiðsla 58. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar, þannig breytt, borin upp og staðfest á 260. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
1.5.Úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2009/2010
Málsnúmer 0910051Vakta málsnúmer
Sigurður Árnason leggur fram breytingartillögu við bókun atvinnu- og ferðamálanefndar frá 11. mars að við samþykktina bætist eftirfarandi: Að öðru leiti fari úthlutun byggðakvóta fram samkvæmt því fyrirkomulagi sem í gildi er í lögum og reglugerðum varðandi nýtingu byggðakvóta í Skagafirði yfir yfirstandandi fiskveiðiár.
Gísli Árnason lagði fram eftirfarandi breytingartillögu að texta: " að í stað: að vinnsluskylda í viðkomandi byggðalagi verði felld niður" komi eftirfarnandi texti."..að aflétt verði vinnsluskyldu sbr. ákvæði 1.mgr. 60 gr. reglugerðar nr 82/2010"
Hlé var gert á fundi, Gísli Árnason tók til máls og dró tillögu sína tilbaka vegna upplýsinga sem fram komu á fundinum.
Breytingatillaga Sigurðar Árnasonar borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Tillagan hljóðar þá eftirfarandi:
"Sveitarstjórn Skagafjarðar beinir því til Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis að reglum fyrir úthlutun byggðakvóta til byggðalaga í Sveitarfélaginu Skagafirði fyrir fiskveiðiárið 2009-2010 verði breytt á þann veg að vinnsluskylda í viðkomandi byggðalagi verði felld niður. Að öðru leiti fari úthlutun byggðakvóta fram samkvæmt því fyrirkomulagi sem í gildi er í lögum og reglugerðum varðandi nýtingu byggðakvóta í Skagafirði yfir yfirstandandi fiskveiðiár.
Afgreiðsla 58. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar, þannig breytt, borin upp og staðfest á 260. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
2.Þriggja ára áætlun 2011 - 2013
Málsnúmer 1003007Vakta málsnúmer
Sveitarstjóri skýrði Þriggja ára áætlun 2011-2013. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Forseti Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir gerir þá tillögu að þriggja ára áætlun verði vísað til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Tillagan var borin upp og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið - kl. 17:33.