Minnisblað - reiðvegamál
Málsnúmer 0902076
Vakta málsnúmerUmhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 40. fundur - 25.02.2009
Lagt fram bréf Páls Dagbjartssonar varðandi reiðvegi og reiðvegamál í Skagafirði. Hvetur Páll til að Sveitarfélagið skipi starfshóp t.d. þriggja manna, sem hefði það verkefni að yfirfara reiðvegamál í héraðinu og gera tillögur til úrbóta. Óskar Páll eftir að umhverfis- og samgöngunefnd hafi forgöngu um það mál. Umhverfis- og samgöngunefnd telur ekki ástæðu til að Sveitarfélagið hafi forgöngu um stofnun slíks vinnuhóps. Eðlilegra sé að hagsmunaaðilarnir sjálfir komi sér saman og myndi slíkan hóp. Umhverfis- og samgöngunefnd bendir á að í tillögum að Aðalskipulagi Skagafjarðar er tillaga að reiðvegakerfi um héraðið.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 243. fundur - 10.03.2009
Afgreiðsla 40. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 243. fundi sveitarstjórnar 10.03.09 með átta atkvæðum.
Páll Dagbjartsson, ftr. Sjálfstæðisflokks óskar bókað að hann sitji hjá, þar eð hann er aðili að málinu.
Páll Dagbjartsson, ftr. Sjálfstæðisflokks óskar bókað að hann sitji hjá, þar eð hann er aðili að málinu.
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 41. fundur - 18.03.2009
Tekið fyrir bréf Páls Dagbjartssonar dags. 6. mars sl. þar sem óskað er eftir að Umhverfis- og samgöngunefnd rökstyðji skriflega afgreiðslu sína frá 25. febrúar sl. varðandi óskir hans um að Sveitarfélagið hafi forgöngu um stofnun vinnuhóps um reiðvegamál.Á fundi Umhverfis- og samgöngunefndar þann 25. febrúar sl. var nefndin einhuga í því að það væri ekki í verkahring sveitarfélagsins að stofna vinnuhóp sem skoða ætti reiðvegamál i héraðinu, eins og bréfritari lagði til, eðlilegra væri að hagsmunaaðilar stæðu fyrir því. Formanni og sviðsstjóra falið að svara bréfi Páls.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 245. fundur - 07.04.2009
Afgreiðsla 41. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 245. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.