Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Útikennsla - Litla Skógi
Málsnúmer 0903051Vakta málsnúmer
Í Árskóla er byrjað að undirbúa verkefni sem lýtur að útikennslu. Með útikennslu er átt við að nemendur fara út u.þ.b. einu sinni í viku og vinna fjölbreytt verkefni úti undir beru lofti. Eru allar námsgreinar undir. Hugmyndir hafa komið fram um að nýta Litla-Skóg sem útikennslustofu því hann er í næsta nágrenni við skólann. Þessi nýting veldur ekki mikilli röskun á umhverfinu og aðeins er notast við einfaldan efnivið, t.d. trjágreinar og drumba, möl og kaðla. Þar sem umrætt svæði er útivistarsvæði fyrir almenning er ósk um að fá leyfi til að nýta hluta af skóginum undir starfsemina og halda áfram með verkefnið. Umhverfis- og samgöngunefnd tekur vel í erindið og óskar eftir að fá forsvarsmenn verkefnisins á næsta fund nefndarinnar.
2.Minnisblað - reiðvegamál
Málsnúmer 0902076Vakta málsnúmer
Tekið fyrir bréf Páls Dagbjartssonar dags. 6. mars sl. þar sem óskað er eftir að Umhverfis- og samgöngunefnd rökstyðji skriflega afgreiðslu sína frá 25. febrúar sl. varðandi óskir hans um að Sveitarfélagið hafi forgöngu um stofnun vinnuhóps um reiðvegamál.Á fundi Umhverfis- og samgöngunefndar þann 25. febrúar sl. var nefndin einhuga í því að það væri ekki í verkahring sveitarfélagsins að stofna vinnuhóp sem skoða ætti reiðvegamál i héraðinu, eins og bréfritari lagði til, eðlilegra væri að hagsmunaaðilar stæðu fyrir því. Formanni og sviðsstjóra falið að svara bréfi Páls.
3.Skagafjarðarhafnir - Sauðárkrókshöfn- stálþil - viðhald
Málsnúmer 0902074Vakta málsnúmer
Þann 11. mars sl. var stálþil Sauðárkrókshafnar skoðað. Það var gert af köfunarþjónustu Árna Kópssonar. Helstu niðurstöður kynntar.
Fundi slitið - kl. 09:00.