Plássið á Hofsósi – umsókn um uppsetningu minnisvarða
Málsnúmer 0905060
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 176. fundur - 27.05.2009
Plássið á Hofsósi – umsókn um uppsetningu minnisvarða. , Haraldur Þór Jóhannsson kt. 1406563569, Enni, Viðvíkursveit sækir með bréfi dagsettu 25. maí sl um leyfi til að koma fyrir minnisvarða um drukknaða sjómenn á opnu svæði Sveitarfélagsins Skagafjarðar í Plássinu á Hofsósi. Fyrirhugað er að reisa stuðlabergsdrang ca. 1,7 m á hæð. Framlagður uppdráttur gerður af Guðmundi Þór Guðmundssyni og er hann dagsettur 15.05.2009. Í umsókn kemur fram að umsækjandi muni sjá um alla vinnu og kostnað við uppsetningu minnisvarðans og annast umsjón hans. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir umbeðið leyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn Byggðarráðs.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 477. fundur - 28.05.2009
Lagt fram erindi frá Haraldi Þór Jóhannsyni, Enni, Viðvíkursveit þar sem hann óskar eftir leyfi til að koma fyrir minnisvarða um drukknaða sjómenn á opnu svæði Sveitarfélagsins Skagafjarðar í Plássinu á Hofsósi. Kemur fram að umsækjandi muni sjá um alla vinnu og kostnað við uppsetningu minnisvarðans og annast umsjón hans.
Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 248. fundur - 09.06.2009
Afgreiðsla 477. fundar byggðarráðs staðfest á 248. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 248. fundur - 09.06.2009
Afgreiðsla 176. fundar skipulags - og byggingarnefndar staðfest á 248. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.