Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

176. fundur 27. maí 2009 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Hóll lóð 1, 218298 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0905055Vakta málsnúmer

Hóll lóð 1, 218298 - Umsókn um byggingarleyfi. Bjarni Jónsson kt. 100637-2199 sækir með bréfi dagsettu 20. maí sl. um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á framangreindri lóð. Framlagðir uppdrættir dagsettir 28. apríl sl. gerðir á Nýju Teiknistofunni af Sigurði Einarssyni kt. 140432-4749. Erindið samþykkt.

2.Drekahlíð 2 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0905059Vakta málsnúmer

Drekahlíð 2 - Umsókn um byggingarleyfi. Gísli Sigurðsson kt. 040764-3219 sækir með bréfi dagsettu 20. maí sl. um leyfi fyrir grjóthleðslu á norðurmörkum lóðarinnar nr. 2 við Drekahlíð. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þorvaldi E. Þorvaldssyni. Erindið samþykkt. Gísli Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

3.Laugarból lóð 205500, Umsókn um útlits- og notkunarbreytingar á útihúsum.

Málsnúmer 0905042Vakta málsnúmer

Laugarból lóð 205500, Umsókn um byggingarleyfi. Friðrik Rúnar Friðriksson kt. 141156-5009 f.h Ferðaþjónustunnar á Steinsstöðum kt. 690704-4390 sækir með bréfi dagsettu 12. maí sl. um leyfi til að breyta notkun, útliti og innangerð gömlu útihúsanna að Laugarbóli í Steinsstaðabyggð. Framlagðir uppdrættir dagsettir 8. maí 2009 gerðir af honum sjálfum. Erindið samþykkt.

4.Starrastaðir land (216379) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0805058Vakta málsnúmer

Starrastaðir land (216379) - Umsókn um byggingarleyfi. Linda Hlín Sigbjörnsdóttir kt. 0409633329 þinglýstur eigandi lóðarinnar Laugamels landnúmer 216379 í landi Starrastaða í Skagafirði, landnúmer 146225, sækir með bréfi dagsettu 11. maí sl. um breytingar á áður samþykktum uppdráttum. Breyttir aðaluppdrættir eru gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni kt, 200857-5269, og eru þeir dagsettir 1. mars 2006, breytt 08.05 2009. Breytingin er að útveggir verða steyptir. Erindið samþykkt.

5.Ártún 7 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0905061Vakta málsnúmer

Ártún 7 - Umsókn um byggingarleyfi. Valbjörn Geirmundsson kt. 120963-3689 sækir með bréfi dagsettu 24. maí sl. um leyfi til að byggja sólpall og skjólveggi á lóðinni nr. 7 við Ártún á Sauðárkróki samkvæmt framlögðum gögnum Einnig sækir hann um að koma fyrir setlaug á veröndinni. Erindið samþykkt
Vegna setlauga á lóðum vill skipulags- og byggingarnefnd sérstaklega bóka: Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.

6.Bárustígur 8 - Fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0903095Vakta málsnúmer

Bárustígur 8 - Fyrirspurn um byggingarleyfi. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 1 .apríl sl. og þá meðal annars bókað. "Sesselja Tryggvadóttir kt. 110965-3389 eigandi einbýlishúss og bílskúrs sem stendur á lóðinni nr. 8 við Bárustíg á Sauðárkróki óskar með bréfi dagsettu 26. mars sl., umsagnar Skipulags-og byggingarnefndar Skagafjarðar vegna fyrirhugaðra breytinga á þaki íbúðarhússins. Meðfylgjandi umsókn eru fyrirspurnaruppdrættir gerðir á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni kt. 171160-3249 og eru þeir dagsettir 15. desember 2008. Uppdrættirnir eru í verki nr. 7488. Skipulags og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið." Eigendum eftirtalinna húsa við Bárustíg nr. 7, 9, 10, Öldustíg 9, Hólaveg 11, 13, 15 og 17 var grenndarkynnt erindið. Engar athugasemdir bárust. Skipulags-og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við framangreindar framkvæmdir og mun taka erindið til byggingarleyfisafgreiðslu þegar fullgerðir aðaluppdrættir liggja fyrir.

7.Fornós 4 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 0905035Vakta málsnúmer

Fornós 4 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám. Sigrún Hrönn Pálmadóttir kt. 160165-4139 og Pálmi Jónsson kt. 200733-3479 sækja með bréfi dagsettu 13. maí sl. um stöðuleyfi fyrir gám á lóðinni nr. 4 við Fornós á Sauðárkróki. Meðfylgjandi umsókn er skýringarblað og afstöðuuppdráttur. Erindinu hafnað. Umsækjanda bent á að laust pláss er á gámasvæði Sveitarfélagsins við Borgarsíðu.

8.Sæmundargata 7 - Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 0905065Vakta málsnúmer

Sæmundargata 7 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám. María Björk Ingvadóttir kt. 201259-4449 sækir með bréfi dagsettu 26. maí sl. fyrir hönd frístundasviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar um stöðuleyfi fyrir gám á lóðinni nr. 7 við Sæmundargötu. Gámurinn er ætlaður sem verkfæra-og tækjageymsla fyrir Vinnuskólann. Sótt er um stöðuleyfi frá 1. júní til 31. ágúst 2009. Erindinu hafnað.

9.Siglingaklúbburinn Drangey - umsóknir

Málsnúmer 0905028Vakta málsnúmer

Siglingaklúbburinn Drangey - umsóknir. Jakob Frímann Þorsteinsson kt. 0605694019 sækir með bréfi dagsettu 10.maí sl. fyrir hönd Siglingaklúbbsins Drangey kt. 5405091230 um stöðuleyfi fyrir aðstöðuhúsi norðan Suðurgarðs, og heimild til að setja létta flotbryggju í sandfjöruna norðan garðsins. Málið áður á dagskrá Umhverfis-og samgöngunefndar 15. maí sl. og þá bókað. "Sem stendur er svæðið athafna- og vinnusvæði og ekki hægt að samþykkja erindið að svo stöddu." Skipulags-og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu þess og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða nánar við umsækjendur.

10.Plássið á Hofsósi – umsókn um uppsetningu minnisvarða

Málsnúmer 0905060Vakta málsnúmer

Plássið á Hofsósi – umsókn um uppsetningu minnisvarða. , Haraldur Þór Jóhannsson kt. 1406563569, Enni, Viðvíkursveit sækir með bréfi dagsettu 25. maí sl um leyfi til að koma fyrir minnisvarða um drukknaða sjómenn á opnu svæði Sveitarfélagsins Skagafjarðar í Plássinu á Hofsósi. Fyrirhugað er að reisa stuðlabergsdrang ca. 1,7 m á hæð. Framlagður uppdráttur gerður af Guðmundi Þór Guðmundssyni og er hann dagsettur 15.05.2009. Í umsókn kemur fram að umsækjandi muni sjá um alla vinnu og kostnað við uppsetningu minnisvarðans og annast umsjón hans. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir umbeðið leyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn Byggðarráðs.

11.Brekkupartur-neðri land 1 (218419 )- Umsókn um landskipti,

Málsnúmer 0905051Vakta málsnúmer

Brekkupartur-neðri land 1 (218419 ) - Umsókn um landskipti. Rósa Sigurlaug Eiríksdóttir kt. 030153- 5299, Jón Eiríksson kt. 050263-2829 og Hermundur Valdimar Eiríksson kt. 251054-5197 þinglýstir eigendur landspildunnar Brekkupartur-neðri landnúmer 146020 við Varmahlíð. sækja með bréfi dagsettu 10. maí sl., um heimild skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að skipta landspildu út úr framangreindu landi. Spildan sem um ræðir er 7859 m2 og hefur fengið landnúmerið 218419. Meðfylgjandi umsókn er hnitsettur yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerður af Atla Gunnari Arnórssyni á Stoð ehf. verkfræðistofu. Uppdrátturinn er í verki númer 4131, nr. S-101 og er hann dagsettur 12.11.2006, breytt 20.05.2009. Erindið samþykkt.

12.Sauðárkrókur - Rammaskipulag

Málsnúmer 0809061Vakta málsnúmer

Sauðárkrókur - Rammaskipulag. Símafundur með skipulagsráðgjöfum ALTA varðandi Aðalskipulag Sauðárkróks þar sem farið var yfir fyrirliggjandi tillögur.

Fundi slitið.