Fara í efni

Tjaldstæði í Varmahlíð og á Sauðárkróki - rekstur 2010

Málsnúmer 0909122

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 53. fundur - 08.10.2009

Rætt um framtíðarskipulag á rekstri tjaldstæða sveitarfélagsins á Sauðárkróki og í Varmahlíð.

Nefndin ákveðjur að fela sviðsstjóra að auglýsa eftir rekstraraðilum fyrir áðurnefnd tjaldstæði sumarið 2010.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 253. fundur - 20.10.2009

Afgreiðsla 53. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 253. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 59. fundur - 18.03.2010

Lögð fram drög að samningum við Sigurð Skagfjörð um rekstur tjaldstæðisins í Varmahlíð sumarið 2010 og við Skeljung hf. um rekstur tjaldstæðisins á Sauðárkróki sumarið 2010.

Nefndin samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur sviðsstjóra að ganga frá samningum.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 69. fundur - 20.01.2011

Guðrún Brynleifsdóttir kom til fundarins og fjallaði um rekstur tjaldstæða á Sauðárkróki og í Varmahlíð síðasta sumar. Guðrúnu er falið að auglýsa eftir rekstraraðilum fyrir tjaldstæðin á Sauðárkróki og í Varmahlíð með það fyrir augum að samið verði til lengri tíma. Ennfremur er Guðrúnu falið að auglýsa eftir rekstraraðila fyrir tjaldstæðið í Hofsósi á komandi sumri.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 274. fundur - 25.01.2011

Afgreiðsla 69. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 274. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.