Atvinnu- og ferðamálanefnd
1.Byggðakvóti fiskveiðiársins 2010/2011
Málsnúmer 1009198Vakta málsnúmer
2.Tjaldstæði í Varmahlíð og á Sauðárkróki - rekstur 2010
Málsnúmer 0909122Vakta málsnúmer
Guðrún Brynleifsdóttir kom til fundarins og fjallaði um rekstur tjaldstæða á Sauðárkróki og í Varmahlíð síðasta sumar. Guðrúnu er falið að auglýsa eftir rekstraraðilum fyrir tjaldstæðin á Sauðárkróki og í Varmahlíð með það fyrir augum að samið verði til lengri tíma. Ennfremur er Guðrúnu falið að auglýsa eftir rekstraraðila fyrir tjaldstæðið í Hofsósi á komandi sumri.
3.Trefja- og plastnám
Málsnúmer 1101135Vakta málsnúmer
Þorkell Þorsteinsson aðstoðarskólameistari FNV kom til fundarins. Rætt um hugmyndir um námskeið og kennslu á sviði trefja og plastvinnslu í Skagafirði.
Sigfúsi falið að vinna áfram að málinu.
4.Efling loðdýraeldis í Skagafirði-átaksverkefni
Málsnúmer 1101134Vakta málsnúmer
Áskell Heiðar kynnti samstarf sveitarfélagsins við Íslandsstofu og landssamband loðdýrabænda um kynningu á Íslandi sem ákjósanlegum kosti til uppbyggingar á minnkarækt. Verkefnið hefur nú staðið í rúmt ár og á þeim tíma hefur Skagafjörður verið kynntur sem ákjósanlegur valkostur til uppbyggingar á minnkarækt bæði fyrir dönskum og hollenskum minnkabændum.
5.Landsmót hestamanna á Vindheimamelum 2011
Málsnúmer 1101144Vakta málsnúmer
Áskell Heiðar kynnti stöðu mála varðandi undirbúning á Landsmóti hestamanna sem haldið verður á Vindheimamelum á komandi sumri. Fulltrúar frá mótshöldurum og sveitarfélaginu hafa þegar átt fund þar sem ákveðið var að leggjast á eitt um að gera komandi landsmót eins glæsilegt og mögulegt er.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Tekið fyrir erindi frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti þar sem tilkynnt er um úthlutun byggðakvóta til Skagafjarðar og sveitarfélaginu jafnframt gefinn kostur á að koma með tillögur að sérstökum skilyrðum varðandi úthlutun.
Til fundarins komu útgerðarmenn á Hofsósi við viðræðna um nýtingu byggðakvóta fyrir Hofsós sem Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur úthlutað.
Atvinnu- og ferðamálanefnd leggur til ákveðnar breytingar á Reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2010-2011.
Nefndin leggur til við ráðuneytið að sú skylda þeirra sem fá úthlutað byggðakvóta til að landa tvöföldu því magni sem þeir fá úthlutað til vinnslu og kveðið er á um í sjöttu grein, verði felld niður.
Ennfremur leggur nefndin til að orðalagi í sömu grein verði breytt þannig að þar sé talað um að landa viðkomandi afla til vinnslu innan sama sveitarfélags. Ennfremur er lagt til að skylt verði að landa afla í því byggðarlagi/stöðum sem honum er úthlutað til innan sveitarfélagsins.