Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
1.
Málsnúmer Vakta málsnúmer
1.1.Markmið laga um félagsþjónustu sveitarfélaga
Málsnúmer 1101054Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 542. fundar byggðaráðs staðfest á 274. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
2.Heilbr.eftirlit - Fundargerðir 2011
Málsnúmer 1101006Vakta málsnúmer
Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra frá 11. janúar 2011 lögð fram til kynningar á 274. fundi sveitarstjórnar.
3.SSNV - fundargerðir stjórnar 2011
Málsnúmer 1101003Vakta málsnúmer
Fundargerð stjórnar SSNV frá 11. janúar 2011 lögð fram til kynningar á 274. fundi sveitarstjórnar.
4.SKV - Fundargerðir stjórnar 2011
Málsnúmer 1101002Vakta málsnúmer
Fundargerð 141. fundar stjórnar Skagafjarðarveitna frá 10. janúar 2011 lögð fram til kynningar á 274. fundi sveitarstjórnar.
5.Fundargerðir Skagafjarðarveitna 2010
Málsnúmer 1001197Vakta málsnúmer
Fundargerð 140. fundar stjórnar Skagafjarðarveitna frá 20. desember 2010 lögð fram til kynningar á 274. fundi sveitarstjórnar.
6.Erindi frá Sigurjóni Þórðarsyni - atvinnumál
Málsnúmer 1101148Vakta málsnúmer
Sigurjón Þórðarson tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu.
"Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að óska eftir því við landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra að hann fari vandlega yfir kosti þess að flytja Hafrannsóknarstofnun til Sauðárkróks "
Greinargerð
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að velta eigi við hverjum steini í þeirri viðleitni að tryggja að sjávarútvegurinn sé hagkvæmur og skapi störf og verðmæti. Í því augnamiði hafa stjórnvöld lagt í vinnu við að fara yfir hvernig fyrirkomulag veiða skuli háttað til að tryggja þjóðinni arð og hagkvæma langtíma nýtingu fiskistofna og almenna sátt í atvinnugreininni. Mikilvægt er sömuleiðis að fara rækilega í gegnum og endurskoða fyrirkomulag hafrannsókna.
Ljóst er að árangur af umdeildri veiðiráðgjöf Hafró er einfaldlega hræðilegur en
kvótakerfið var sett á tímabundið á níunda áratug síðustu aldar til reynslu með því fororði að auka ætti þorskveiðar úr 300 þúsund tonnum í 500 þúsund tonn.
Í stað þess að útgefinn fiskveiðikvóti hafi aukist þá hefur hann minnkað og er einungis 160 þúsund tonn á yfirstandandi fiskveiðiári.
Sjávarútvegsráðherra, Jón Bjarnason hefur nú þegar brugðist við gagnrýni á fiskveiðiráðgjöfina með því að setja á fót nefnd til að fara ofan í saumana á umdeildri ráðgjöf Hafró. Skúli Skúlason rektor á Hólum var skipaður á haustmánuðum 2010 af ráðherra, til að fara fyrir stýrihópi sem ætlað var að fara með gagnrýnum og hlutlausum hætti í gegnum fiskveiðiráðgjöfina og aflareglu.
Svo undarlegt sem það er, þá kvað Hafrannsóknastofnun til þátttöku í nefndarstörfum um endurskoðunina á aflareglunni og veiðiráðgjöfinni, þá sérfræðinga stofnunarinnar sem koma beint að og eru ábyrgðarmenn á þeim verkum sem nefndinni er ætlað að endurskoða!
Þegar fyrirliggjandi er að verndunarstefna Hafrannsóknarstofnunar hefur
skilað minna en engum árangri í tæpa þrjá áratugi þá hlýtur að vera eðlileg
krafa samfélagsins að fyrirkomulag og skipan hafrannsókna verði endurskoðað frá grunni. Koma þarf áherslum stofnunarinnar frá því að vera í fiskatalningu og reiknisfiskifræðilegri ráðgjöf til þess að stunda grunnrannsóknir á vistfræðilegu sambandi lífvera hafsins.
Einn eðlilegur þáttur sem vert er að fara vandlega yfir eru þeir miklu kostir sem fylgja því að flytja Hafrannsóknarstofnun á Sauðárkrók. Gera má ráð fyrir að staðsetning stofnunarinnar á Sauðárkróki tengdi rannsóknir betur við grunnatvinnuveg þjóðarinnar. Staðsetning á Sauðárkróki gæfi kost á endurskipulagningu í í tengslum við þekkingarsetrið Verið og fiskifræðinga við Háskólann á Hólum. Mikilvægt er að undirbúa fyrirhugaðan flutning vandlega og í sem mestu samráði og sátt við starfsfólk þar sem horft verði til þess að starfsemin yrði flutt með markvissum hætti í nokkrum skrefum.
Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi breytingatillögu við tillögu Sigurjóns.
"Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að óska eftir því við landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra að hann fari vandlega yfir kosti þess að flytja Hafrannsóknarstofnun, að hluta eða öllu leyti, til Sauðárkróks "
Jón Magnússon tók til máls, þá Stefán Vagn Stefánsson og loks Sigurjón Þórðarson sem lagði jafnframt fram tillögu um að sleppa greinagerðinni.
Forseti bar upp breytingartillögur Stefáns Vagns Stefánssonar og Sigurjóns Þórðarsonar í einu lagi og voru þær samþykktar samhljóða.
7.Áframhaldandi niðurskurður á Heilbr.st.Sauðárkróki
Málsnúmer 1101153Vakta málsnúmer
Fellt niður.
8.Málefni fatlaðra - yfirfærsla
Málsnúmer 1012178Vakta málsnúmer
Þjónustusamningur sveitarfélaga um málefni fatlaðra var borin undir atkvæði og samþykktur samhljóða og var sveitarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd Sveitarfélagins Skagafjarðar.
8.1.Landsmót hestamanna á Vindheimamelum 2011
Málsnúmer 1101144Vakta málsnúmer
8.2.Efling loðdýraeldis í Skagafirði-átaksverkefni
Málsnúmer 1101134Vakta málsnúmer
8.3.Trefja- og plastnám
Málsnúmer 1101135Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 69. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 274. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
8.4.Tjaldstæði í Varmahlíð og á Sauðárkróki - rekstur 2010
Málsnúmer 0909122Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 69. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 274. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
8.5.Byggðakvóti fiskveiðiársins 2010/2011
Málsnúmer 1009198Vakta málsnúmer
Á fundi sínum 20. janúar 2011 lagði Atvinnu- og ferðamálanefnd til breytingar á reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2010-2011, svohljóðandi:
Nefndin leggur til við ráðuneytið að sú skylda þeirra sem fá úthlutað byggðakvóta til að landa tvöföldu því magni sem þeir fá úthlutað til vinnslu og kveðið er á um í sjöttu grein, verði felld niður.
Ennfremur leggur nefndin til að orðalagi í sömu grein verði breytt þannig að þar sé talað um að landa viðkomandi afla til vinnslu innan sama sveitarfélags. Ennfremur er lagt til að skylt verði að landa afla í því byggðarlagi/stöðum sem honum er úthlutað til innan sveitarfélagsins.
Viggó Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi breytingartillögu, við tillögu atvinnu- og ferðamálanefndar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur til ákveðnar breytingar á reglugerð nr. 999/2010 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2010-2011.
1. Sveitarstjórn leggur til við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að eftirfarandi verði skeytt inn í fyrstu setningu 4. greinar reglugerðarinnar sem hljóð þá svona: "...og skal skipt hlutfallslega til fiskiskipa undir 50 brúttótonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags...".
2. Sveitarstjórn leggur jafnframt til að upphaf 6. greinar reglugerðarinnar breytist og verði: "Fiskiskipum er skylt að landa til vinnslu í sveitarfélaginu að lágmarki 30% af því aflamarki sem þau fá úthlutað í gegnum byggðakvóta á tímabilinu..." o.s.frv. Vinnsluskyldu verði aflétt að öðru leyti.
3. Þá leggur sveitarstjórn til að í 6. grein reglugerðarinnar komi ákvæði um að skylt sé að landa afla í því byggðarlagi / á þeim stað sem honum er úthlutað til innan sveitarfélagsins.
4. Ennfremur leggur sveitarstjórn til að sú skylda þeirra sem fá úthlutað byggðakvóta til að landa tvöföldu því magni sem þeir fá úthlutað til vinnslu, líkt og kveðið er á um í 6. grein reglugerðarinnar, verði felld niður.
Fyrsta tillagan um breytingar er til þess gerð að stuðla að eflingu smábátaútgerðar í Skagafirði.
Tillaga tvö er tilkomin vegna þess að ekki er fiskvinnsla í öllum byggðarlögum Sveitarfélagsins Skagafjarðar þó þar sé úthlutað byggðakvóta og er því til þess ætluð að byggðakvótinn nýtist sem best til að efla atvinnu í sveitarfélaginu. Þó er ekki farið fram á fulla vinnsluskyldu, m.a. þar sem ekki eru allar fisktegundir unnar innan sveitarfélagsins.
Tillaga þrjú er sett fram til að mæta þeim tilmælum ráðuneytisins að þegar reglur um ráðstöfun byggðakvótans séu mótaðar verði horft til atvinnusköpunar. Með því að skylda löndun afla í því byggðarlagi eða á þeim stað þar sem honum er úthlutað innan sveitarfélagsins er verið að tryggja umsvif í því byggðarlagi / á þeim stað sem kvótanum er úthlutað innan sveitarfélagsins.
Hvað varðar afnám skilyrðis um tvöföldun löndunarskyldu þá eru aðstæður á leigumarkaði aflaheimilda nú um stundir þannig að ekki verður nema að litlu leyti unnt að nýta byggðakvótann í ákveðnum byggðarlögum innan sveitarfélagsins nema fallið verði frá þessu skilyrði. Reynsla úthlutunar byggðakvóta á síðasta fiskveiðiári sýnir þetta glögglega.
Stefán Vagn Stefánsson,
Sigríður Magnúsdóttir,
Bjarki Tryggvason,
Viggó Jónsson,
Bjarni Jónsson
Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs og lagði til að breytingartillögu þessari verði vísað til byggðarráðs, til frekari uppfjöllunar. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Jón Magnússon kvöddu sér hljóðs, þá Bjarni Jónsson með leyfi varaforseta. Einnig tóku til máls Jón Magnússon, Sigurjón Þórðarson, Viggó Jónsson, og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.
Tillaga Sigurjóns Þórðarsonar var borin undir atkvæði og felld með 5 atkvæðum gegn 4.
Að ósk Grétu Sjafnar Guðmundsdóttur var gert hlé á fundi.
Breytingartillagan meirihluta var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum. Jón Magnússon, Sigríður Svavarsdóttir, Sigurjón Þórðarson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óska bókað að þau sitji hjá.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir gerir grein fyrir atkvæði sínu:
Samfylkingin leggur áherslu á að við úthlutun byggðarkvóta verði lögð áhersla á að veiði, löndun og vinnsla fari fram í Sveitarfélaginu Skagafirði og enginn afsláttur verði gefinn líkt og fram kemur í breytingartillögu meirihlutans. Ég sit því hjá.
9.Atvinnu- og ferðamálanefnd - 69
Málsnúmer 1101006FVakta málsnúmer
Fundargerð 69. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 274. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Viggó Jónsson, Sigurjón Þórðarson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Jón Magnússon, Bjarni Jónsson með leyfi varaforseta, Jón Magnússon, Sigurjón Þórðarson, Viggó Jónsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, kvöddu sér hljóðs.
10.Byggðarráð Skagafjarðar - 541
Málsnúmer 1101002FVakta málsnúmer
Fundargerð 541. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 274. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
10.1.Kveðja frá Esbo
Málsnúmer 1101060Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 542. fundar byggðaráðs staðfest á 274. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
10.2.Körfuknattleiksdeild - gólfefni í íþróttahúsi
Málsnúmer 1101071Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 542. fundar byggðaráðs staðfest á 274. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
10.3.Skipun ráðgjafahóps til að fara yfir rekstur sveitarfélagsins og stofnana þess
Málsnúmer 1010265Vakta málsnúmer
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir ítrekar bókun sína frá 542. fundi byggðarráðs.
"Samfylkingin telur mikilvægt að ráðgjafahópnum verði sett erindisbréf þar sem fram komi markmið nefndarstarfsins, vinnutilhögun og skipunartími. Kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir, en hópurinn er tekin til starfa. Þetta ber ekki vott um góða stjórnsýslu."
Afgreiðsla 542. fundar byggðaráðs staðfest á 274. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
11.Byggðarráð Skagafjarðar - 542
Málsnúmer 1101005FVakta málsnúmer
Fundargerð 542. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 274. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs.
11.1.Staðgreiðsluhlutfall tekjuskatts og útsvars og pers.afsláttur 2011
Málsnúmer 1012244Vakta málsnúmer
11.2.Samkomulag um framlög
Málsnúmer 1012239Vakta málsnúmer
11.3.Innanríkisráðuneytið tekur til starfa
Málsnúmer 1101029Vakta málsnúmer
11.4.Framlög vegna nýbúafræðslu
Málsnúmer 1012175Vakta málsnúmer
11.5.Bréf til sveitarstjórnarfulltrúa
Málsnúmer 1012186Vakta málsnúmer
11.6.Áhorfendapallar og gólfefni í íþróttahúsið Sauðárkróki
Málsnúmer 0911074Vakta málsnúmer
11.7.Umsókn um styrk til greiðslu fasteignagjalda
Málsnúmer 1012122Vakta málsnúmer
11.8.Hluthafafundur Flugu hf
Málsnúmer 1012237Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 541. fundar byggðaráðs staðfest á 274. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
11.9.Byggðakvóti fiskveiðiársins 2010/2011
Málsnúmer 1009198Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 541. fundar byggðaráðs staðfest á 274. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Samþykkt samhljóða.