Fjárhagsáætlun 2010 - Umhverfis- og samgöngunefnd
Málsnúmer 0911009
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 254. fundur - 10.11.2009
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 48. fundur - 11.11.2009
Farið var yfir liði 07 Brunamál og almannavarnir, lið 08 Hreinlætismál, lið 10 Samgöngumál, lið 11 umhverfismál, og lið 41 Hafnarsjóður. Á fundinn komu forstöðumenn viðkomandi stofnanna og gerðu grein fyrir viðkomandi liðum. Liður 07 tekjur kr. 20.783.000.-, gjöld kr. 72.629.636.- og niðurstöðutala kr. - 51.846.630. Liður 08 niðurstöðutala kr. - 23.814.000.- liður 10 niðurstöðutala kr. - 54.125.728.- liður 11 niðurstöðutala kr. - 51.313.000.- og liður 41 niðurstöðutala tekjur kr. 816.000.- Samþykkt að vísa þessum liðum með ofangreindri niðurstöðu til Byggðarráðs.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 255. fundur - 01.12.2009
Fulltrúar sjálfstæðisflokks óska bókað.
"Við fulltrúar sjálfstæðisflokks teljum að taka þurfi málaflokkinn nr. 11 "umhverfismál" í Sveitarfélaginu Skagafirði til rækilegrar endurskoðunar og endurskipulagningar. Skilgreina þarf á hvaða atriði í umhverfismálum skal leggja áherslu ár hvert og síðan ákveða hver beri ábyrgð á framkvæmdinni"
Afgreiðsla 48. fundar umhverfis og samgöngunefndar staðfest á 255. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 51. fundur - 08.12.2009
Farið var yfir liði 07 Brunamál og almannavarnir, lið 08 Hreinlætismál, lið 10 Samgöngumál, lið 11 umhverfismál, og lið 41 Hafnarsjóður. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir ramma byggðarráðs varðandi ofangreinda liði að öðru leyti en því að lagt er til að niðurstöðutala liðar 08 hreinlætismál verði kr. - 25.500.000.- Samþykkt að vísa þessum liðum með ofangreindri niðurstöðu til Byggðarráðs.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 501. fundur - 15.12.2009
Með afgreiðslu vísast til máls 0910021-Fjárhagsáætlun 2010 á dagskrá fundarins.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 256. fundur - 17.12.2009
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 256. fundur - 17.12.2009
Afgreiðsla 51. fundar umhverfis og samgöngunefndar staðfest á 256. fundi sveitarstjórnar með sjö atkvæðum. Gísli Árnason og Páll Dagbjartsson óska bókað að þeir sitji hjá.
Farið yfir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2010.Á fundinn komu Gunnar Steingrímssonar hafnarvörður,Gunnar Pétursson verkstjóri Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri og Ingvar Páll Ingvarsson til viðræðna við nefndina.
Farið yfir rammatilskipun byggðarráðs og tímaramma við áætlunarvinnuna.