Fara í efni

Skýrsla um forgangsröðun í uppbyggingu íþróttamannvirkja

Málsnúmer 0912069

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 152. fundur - 15.12.2009

Á fundinn komu forsvarsmenn allra deilda Tindastóls, Siglingaklúbbsins, Golfklúbbsins, Vélhjólaklúbbsins, Hestamannafélagsins Léttfeta og Ungmennafélaganna Neista og Hjalta og gerðu grein fyrir óskum og hugmyndum um framtíðaruppbyggingu sinna félaga og deilda. Formaður Tindastóls og UMSS sátu fundinn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 256. fundur - 17.12.2009

Afgreiðsla 152. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 256. fundi sveitarstjórnar með sjö atkvæðum. Páll Dagbjartsson og Gísli Árnason óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 153. fundur - 12.01.2010

Á fundinn mættu fulltrúar frá Bílaklúbbi Skagafjarðar, Íþróttafélaginu Grósku, Hestamannafélaginu Stíganda, Ungmennafélaginu Smára, Skotfélaginu Ósmann, Hofsbót- styrktarsjóði og Gullhyl. Forsvarsmenn gerðu nefndinni grein fyrir áherslum sínum í uppbyggingu mannvirkja, framtíðaráform og hugmyndir, hver í sínu félagi.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 257. fundur - 19.01.2010

Afgreiðsla 153. fundar félags og tómstundanefndar staðfest á 257. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 503. fundur - 28.01.2010

Lögð fram samantekt á viðræðum félags- og tómstundanefndar við forsvarsmenn íþróttafélaga í Skagafirði um forgangsröðun í uppbyggingu íþróttamannvirkja í Skagafirði.

Byggðaráð þakkar félags- og tómstundanefnd fyrir samantektina svo og þeim aðilum sem komu að því að veita upplýsingar um úrbætur og aðstöðu íþróttafélaga ásamt framtíðasýn.