Náttúruvefsjá
Málsnúmer 0912122
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 199. fundur - 05.02.2010
Erindi vísað frá byggðarráði til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar. Málið var á dagskrá byggðarráðs 20.janúar. sl. Halldór Pétursson Þróunarstjóri hjá Veðurstofu Íslands bíður Sveitarfélaginu Skagafirði að taka þátt í samstarfi og verða þátttakkandi í félagi sem ætlað er að standa að og reka birtingu landupplýsingakerfa. Tillagan byggir á því að nota þegar þróaða aðferðafræði og tól, Náttúruvefsjá, til skráningar (lýsigögn) og til skoðunar á stafrænum gögnum sem tengja má staðsetningu. Vefsjáin yrði þróuð í vefgátt sem notuð er til skráningar og kynningar á gögnun og til að vísa notendum á önnur vefsvæði þar sem skoða má betur og niðurhala völdum gögnum. Afgreiðslu frestað til næsta fundar og sviðsstjóra falið að afla nánari upplýsinga um málið.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 258. fundur - 09.02.2010
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 258. fundur - 09.02.2010
Skipulags- og byggingarnefnd - 203. fundur - 19.03.2010
Málið áður á dagskrá nefndarinnar 5. febrúar sl., Í dag liggur fyrir nýtt erindi frá Halldóri Péturssyni Þróunarstjóra hjá Veðurstofu Íslands, þar sem kynntar eru breytingar frá fyrra erindi og að Umhverfisráðuneytið hafi lagt fram drög að lögum um grunngerð landupplýsinga. Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 261. fundur - 30.03.2010
Afgreiðsla 203. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Lagt fram til kynningar minnisblað frá aðilum sem starfa hjá Veðurstofu Íslands, Landmælingum Íslands, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands, þar sem lagt er til að stofnað verði til víðtæks samstarfs milli stofnanna og annarra opinberra aðila um samræmdan aðgang að landupplýsingum á Íslandi.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu.