Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

502. fundur 20. janúar 2010 kl. 10:30 - 12:03 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Gjaldtaka fyrir úthlutun lóða

Málsnúmer 0910086Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Búhöldum bsf. varðandi gjaldtöku fyrir úthlutun lóða.

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga varðandi málið.

2.Skagfirðingabraut 29 - Umsókn um rekstrarleyfi.

Málsnúmer 1001006Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar um umsókn Skeljungs hf. um breytingu á rekstrarleyfi á starfstöð sinni að Skagfirðingabraut 29, Sauðárkróki. Er með veitingaleyfi fyrir flokk I og óskar eftir veitingaleyfi fyrir flokk II.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina svo fremi að öllum skilyrðum sé fullnægt.

3.Umferðaröryggisáætlun

Málsnúmer 1001093Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Umferðarstofu þar sem stofnunin óskar eftir að fá að kynna aðferðafræði við gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir sveitarfélagið.

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar til afgreiðslu.

4.Viðskiptastaða vegna sölu Steinsstaðaskóla

Málsnúmer 0910034Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar afrit af bréfi frá fjármálaráðuneyti til mennta- og menningarmálaráðuneytis varðandi viðskiptastöðu sveitarfélagsins við Ríkissjóð vegna sölu Steinsstaðaskóla.

5.Rekstr.uppl. sveitarfélagsins og fyrirtækja 2009

Málsnúmer 0903083Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr bókhaldi sveitarfélagsins um bókaðan rekstrarkostnað sveitarfélagsinsins og stofnana fyrir tímabilið janúar - nóvember 2009.

6.Fasteignamat sem grundvöllur fráveitugjalds

Málsnúmer 1001039Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um fasteignamat sem grundvöll fráveitugjalds.

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar og felur nefndinni að kanna hvort endurskoða þarf samþykkt sveitarfélagsins um fráveitu í sveitarfélaginu.

7.Syðra-Vallholt lóð 216831 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.

Málsnúmer 1001080Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem tilkynnt er um aðilaskipti á jörðinni Syðra-Vallholti lóð 216831. Seljandi er Kolbrún Dísa Magnúsdóttir. Kaupandi er Kolbrún Anna Jónsdóttir.

8.Skefilsstaðir 145911 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.

Málsnúmer 1001079Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem tilkynnt er um aðilaskipti á jörðinni Skefilsstöðum landnr. 145911. Seljandi er Eyjólfur G. Sverrisson. Kaupandi er Skefilsstaðir ehf.

9.Álit Samkeppniseftirlits - útboð, samkeppni og samkeppnishindranir

Málsnúmer 0912165Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar álit Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2009 - Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir.

10.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - framlög ársins 2010

Málsnúmer 0912130Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga þar sem fram kemur áætlun sjóðsins á úthlutun vegna nýbúafræðslu á fjárhagsárinu 2010.

11.Náttúruvefsjá

Málsnúmer 0912122Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað frá aðilum sem starfa hjá Veðurstofu Íslands, Landmælingum Íslands, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands, þar sem lagt er til að stofnað verði til víðtæks samstarfs milli stofnanna og annarra opinberra aðila um samræmdan aðgang að landupplýsingum á Íslandi.

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 12:03.