Þjóðleikur á Norðurlandi
Málsnúmer 1001009
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 261. fundur - 30.03.2010
Afgreiðsla 43. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Menningar- og kynningarnefnd - 51. fundur - 09.03.2011
Guðrún Brynleifsdóttir kynnti stöðu mála varðandi verkefnið Þjóðleik, verkefninu mun ljúka með mikilli leiklistarhátíð á Akureyri fyrstu helgina í apríl þar sem unglingar af öllu Norðurlandi munu koma saman og frumflytja ný leikverk.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 276. fundur - 22.03.2011
Afgreiðsla 51. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 276. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Guðrún Brynleifsdóttir verkefnastjóri kom til fundarins og kynnti stöðu verkefnisins.
Þjóðleikur er samvinnuverkefni fjölmargra áhugasamra aðila á Norðurlandi og þjóðleikhússins um eflingu leiklistar og skapandi starfs fyrir ungt fólk. Með þátttöku í verkefninu er verið að búa til þekkingu og reynslu á hverjum stað sem nýtist til framtíðar.
Í vetur er unnið er að því að kynna verkefnið fyrir skólum svæðisins og áhugaleikfélögum, en gert er ráð fyrir að verkefnið hefjist formlega á haustönn 2010 og því ljúki á vorönn 2011 með leiklistarhátíð.