Menningar- og kynningarnefnd
1.Málefni Skagasels
Málsnúmer 1008061Vakta málsnúmer
2.Félagsheimili Rípurhrepps
Málsnúmer 1103015Vakta málsnúmer
Rætt um málefni Félagsheimilisins í Hegranesi og ákveðið að boða hússtjórn hússins á næsta fund nefndarinnar.
3.Málefni Ketilás
Málsnúmer 1011071Vakta málsnúmer
Auglýst var eftir rekstraraðila fyrir félagsheimilið Ketilás í Fljótum, tvær umsóknir bárust. Nefndin samþykkir að ganga til samninga við Stefaníu Hjördísi Leifsdóttur.
4.Sæluvika 2011
Málsnúmer 1008059Vakta málsnúmer
Guðrún Brynleifsdóttir kynnti stöðu mála varðandi undirbúning Sæluviku sem fram fer 1.-7.maí nk. Mikill fjöldi spennandi viðburða verður í boði í Sæluviku þessa árs og gert er ráð fyrir því að fleiri viðburðir munu bætast við.
5.Þjóðleikur á Norðurlandi
Málsnúmer 1001009Vakta málsnúmer
Guðrún Brynleifsdóttir kynnti stöðu mála varðandi verkefnið Þjóðleik, verkefninu mun ljúka með mikilli leiklistarhátíð á Akureyri fyrstu helgina í apríl þar sem unglingar af öllu Norðurlandi munu koma saman og frumflytja ný leikverk.
6.Gjafabréf/Minnjasafn Kristjáns Runólfssonar
Málsnúmer 1011177Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar gjafabréf frá Hjalta Pálssyni þar sem hann afhendir Byggðasafni Skagfirðinga til eignar og varðveislu muni sem áður voru í eigu Kristjáns Runólfssonar.
Nefndin vill færa Hjalta bestu þakkir fyrir hans hlut í því að koma áðurnefndum munum aftur til varðveislu í Skagafirði.
7.Verkefnastyrkir til menningarstarfs 2011
Málsnúmer 1102132Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar auglýsing frá Menningarráði Norðurlands vestra vegna menningarstyrkja, umsóknarfrestur er til 15. mars nk.
8.Norðlensk tíðindi á N4
Málsnúmer 1102058Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar erindi frá sjónvarpsstöðinni N4 þar sem hún kynnir starfsemi sína. Nefndin felur sviðsstjóra að ræða við N4 með mögulegt samstarf í huga. Ákveðið að ræða málið betur á næsta fundi.
Fundi slitið - kl. 16:30.
Auglýst var eftir rekstraraðila fyrir Skagasel í janúar sl. Engin umsókn barst. Húsið er því í umsjón hússtjórnarinnar í Skagaseli eftir að samningur við núverandi rekstraraðila rennur út í maí.