Fara í efni

Umferðaröryggisáætlun

Málsnúmer 1001093

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 502. fundur - 20.01.2010

Lagt fram bréf frá Umferðarstofu þar sem stofnunin óskar eftir að fá að kynna aðferðafræði við gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir sveitarfélagið.

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar til afgreiðslu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 258. fundur - 09.02.2010

Afgreiðsla 502. fundar byggðaráðs staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 55. fundur - 23.02.2010

Lagt fram bréf frá Umferðarstofu þar sem stofnunin óskar eftir að fá að kynna aðferðafræði við gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir sveitarfélagið. Byggðarráð vísaði erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar til afgreiðslu. Nefndin fagnar framkomnu erindi og óskar samstarfs við Umferðarstofu um málið.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 259. fundur - 02.03.2010

Afgreiðsla 55. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 259. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.