Sundlaugin Steinsstöðum
Málsnúmer 1002227
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 259. fundur - 02.03.2010
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 510. fundur - 18.03.2010
Farið yfir gögn sem sveitarstjóri lagði fram í samræmi við ákvörðun 507. fundar ráðsins. Óskað var eftir framlengingu umsamins leigutíma sundlaugar að Steinsstöðum og heimild til uppsetningar rennibrautar við laugina á leigutímanum.
Byggðaarráð samþykkir að framlengja ekki núgildandi leigusamning um sundlaugina á Steinsstöðum og hafnar beiðni um uppsetningu á rennibraut við laugina að svo komnu máli. Byggðarráð samþykkir að sundlaugin verði seld og málsmeðferð verði hraðað eins og kostur er.
Gísli Árnason óskar bókað:
Undirritaður tekur ekki undir bókun byggðarráðs og telur að ganga ætti til samninga við Ferðaþjónustuna á Steinsstöðum um rekstur sundlaugarinnar á grundvelli framlagðra gagna, sem til umræðu voru á fundinum. Ekkert í drögum að framlögðu samkomulagi kemur i veg fyrir það að selja umrædda sundlaug á samningstímanum standi vilji sveitarstjórnar til þess.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 261. fundur - 30.03.2010
Gísli Árnason leggur fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaður telur að ganga ætti til samninga við Ferðaþjónustuna á Steinsstöðum um rekstur sundlaugarinnar á grundvelli framlagðra gagna, sem til umræðu voru á fundinum. Ekkert í drögum að framlögðu samkomulagi kemur i veg fyrir það að selja umrædda sundlaug á samningstímanum standi vilji sveitarstjórnar til þess. Með þessari afgreiðslu tel ég að sveitarstjórn sé að skerða möguleika umræddra aðila til að skjóta frekari stoðum undir rekstur sinn og er það miður.?
Gísli Árnason
Afgreiðsla 510. fundar byggðaráðs staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Lagt fram bréf frá Ferðaþjónustunni Steinsstöðum þar sem óskað er eftir leyfi til að setja upp vatnsrennibraut við sundlaugina á Steinsstöðum. Einnig er óskað eftir að fá núgildandi leigusamning um sundlaugina framlengdan um 2 - 5 ár.
Byggðarráð felur sveitarstjóra og tæknideild að skoða allar hliðar málsins, afla upplýsinga og leggja aftur fyrir byggðarráð.