Fara í efni

Uppbyggingu á aðstöðu fyrir ferðamenn þar sem þeir geta nálgast upplýsingar um náttúru Skagafjarðar

Málsnúmer 1003235

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 59. fundur - 18.03.2010

Þorsteinn Sæmundsson forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra kom til fundarins og ræddi hugmyndir sem snúa að miðlun upplýsinga til ferðamanna um náttúru Skagafjarðar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 261. fundur - 30.03.2010

Afgreiðsla 59. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 61. fundur - 12.05.2010

Stefnt er að því að samstarf verði milli Náttúrustofu Norðurlands vestra, Byggðasafns Skagfirðinga og Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Varmahlíð varðandi upplýsingamiðlun til ferðafólks á Sauðárkróki í sumar. M.a. verður lögð áhersla á miðlun upplýsinga um ísbirni og heimsóknir þeirra til Skagafjarðar. Áfram þarf þó að vinna að stefnumótun varðandi aðstöðu þar sem ferðamenn geta nálgast upplýsingar um náttúru Skagafjarðar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 263. fundur - 18.05.2010

Afgreiðsla 61. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 263. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.