Atvinnuátak fyrir námsmenn og atvinnuleitendur
Málsnúmer 1005026
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 515. fundur - 06.05.2010
Lagt fram til kynningar erindi frá Vinnumálastofnun varðandi mótun verklags vegna átaksvinnu fyrir námsmenn án bótaréttar og atvinnuleitendur nú í sumar. Erindið verður tekið fyrir í atvinnu- og ferðamálanefnd.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 516. fundur - 12.05.2010
Erindið áður á dagskrá 515. fundar ráðsins. Lagt fram til kynningar.
Atvinnu- og ferðamálanefnd - 61. fundur - 12.05.2010
Lögð fram kynning á atvinnuátaksverkefni vegna námsmanna sem Félagsmálaráðherra/Atvinnuleysistryggingasjóður veita kr. 250 milljónir í sumarið 2010. Verkefnið er ætlað námsmönnum sem náð hafa 18 ára aldri sem hafa verið í námi á líðandi vetri og eru skráðir í nám á hausti komandi.
Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 59. fundur - 17.05.2010
Útbúnar hafa verið upplýsingar um rúmlega 10 möguleg störf hjá sveitarfélaginu vegna umsóknar til Vinnumálastofnunar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 263. fundur - 18.05.2010
Afgreiðsla 515. fundar byggðaráðs staðfest á 263. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 263. fundur - 18.05.2010
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 263. fundur - 18.05.2010
Afgreiðsla 61. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 263. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Lagt fram til kynningar bréf frá Vinnumálastofnun um vinnuátaksverkefni vegna námsmanna eldri en 18 ára. Nefndin samþykkir að vísa erindinu til Atvinnumálanefndar, þar sem það tekur til fullorðinna.