Lánsumsókn 2010
Málsnúmer 1005247
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 266. fundur - 01.07.2010
Lánsumsókn hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. sem samþykkt var á 519. fundi byggðarráðs og vísað til samþykktar í sveitarstjórn.
"Sveitarstjórn samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 300.000.000 kr. til 14 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið vegna byggingar leikskóla, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Margeiri Friðrikssyni sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, kt. 151060-3239, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning nr. 23/2010 við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari."
Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi tillögu:
Fyrir sveitarstjórn liggur að fjalla um 300 milljóna lántöku sveitarfélagsins en Frjálslyndir og óháðir telja að áður en að málið verði afgreitt þá verði skilmerkilega gerð grein fyrir lykiltölum um fjárhagslega stöðu og skuldbindingar sem hvíla á Sveitarfélaginu Skagafirði, í upphafi nýs kjörtímabils, nú í júní 2010.
1. Heildartekjur, þ.e. allar rekstrartekjur, sem jafnframt eru reiknaður á hvern íbúa.
2. Laun og annar rekstrarkostnaður.
3. Framlegð, þe. heildartekjur að frádregnum rekstrargjöldum, öðrum en afskriftum af rekstrarfjármunum og fjármagnskostnaði, jafnframt reiknað sem hlutfall af heildartekjum.
4. Rekstrarniðurstaða.
5. Veltufé frá rekstri.
6. Fjárfestingarhreyfingar.
7. Veltufjárhlutfall.
8. Veltufjármunir og langtímakröfur
9. Veltufjármunir , þ.m.t. skuldbindingar.
10. Peningaleg staða.
11. Eigið fé.
Greinargerð
Kjörnir fulltrúar í Sveitarstjórn Skagafjarðar fengu bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, sem dagsett var þann 18. júní sl. þar sem gerð var grein fyrir hlutverki nefndarinnar og þeim skyldum sem hvíla á herðum sveitarstjórna sem snúa að fjármálum sveitarfélaga. Í bréfinu voru áðurtaldar lykiltölur taldar upp og bent á að með miklum lántökum væri verið að ráðstafa framtíðartekjum til greiðslu vaxta og afborganna. Sömuleiðis var bent á það viðmið að heildarskuldir og skuldbindingar færu ekki yfir 150% af rekstartekjum sveitarfélagsins og stefna bæri að lægra skuldahlutfalli.
Stefán Vagn Stefánsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Gert var ráð fyrir unræddu láni í samþykktri fjárhagsáætlun sveitarfélagins fyrir árið 2010 í tengslum við framkvæmdir við leikskóla á Sauðárkróki. Það lán sem hér er til afgreiðslu er í samræmi við þær samþykktir síðustu sveitarstjórnar.
Ennfremur er vísað til samþykktar byggðarráðs frá 1. júlí þar sem "Lagt er til að endurskoðandi sveitarfélagsins framkvæmi milliuppgjör pr 30.06.2010 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess. Í uppgjörinu komi fram rekstrarniðurstaða í samanburði við fjárhagsáætlun, uppreiknaða eignir, skuldir og skuldbindingar og helstu lykiltölur sambærilegar þeim er birtast í ársreikningi hverju sinni...einnig komi fram þær samanburðartölur og viðmið sem Eftirlitsnefnd sveitarfélaga notar."
Jón Magnússon, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvöddu sér hljóðs þá Bjarni Jónsson með leyfi varaforseta. Einnig tóku til máls Sigurjón Þórðarson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir. Bjarni Jónsson tók til máls með leyfi varaforseta og bar fram þá tillögu um að vísa tillögu Sigurjóns Þórðarsonar til byggðarráðs. Sigurjón Þórðarson tók til máls.
Bjarni Jónsson dró tilbaka tillögu sína um að vísa tillögu Sigurjóns Þórðarsonar til byggðarráðs.
Tillaga Sigurjóns Þórðarsonar borin undir atkvæði. Felld með fimm atkvæðum gegn einu, þrír sátu hjá.
Lánsumsóknin hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. var borin undir atkvæði og samþykkt með átta atkvæðum, Sigurjón Þórðarson óskar bókað að hann sitji hjá.
Afgreiðsla 519. fundar byggðaráðs staðfest á 266. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 524. fundur - 12.08.2010
Lagður fram lánssamningur nr. 32/2010 á milli Lánasjóðs sveitarfélaga ohf og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Þessi lánsfjárhæð er hluti af samþykktri fjárhagsáætlun ársins 2010.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 200.000.000 kr. til 14 ára, í samræmi við skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til byggingar leikskólans Ársala, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.Jafnframt er Margeiri Friðrikssyni, kt. 151060-3239, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Byggðarráð samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 300.000.000 kr. til 14 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið vegna byggingar leikskóla, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Margeiri Friðrikssyni sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, kt. 151060-3239, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning nr. 23/2010 við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leiti lánasamninginn og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.