Erindi frá sveitarstjóra
Málsnúmer 1006026
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 264. fundur - 08.06.2010
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 266. fundur - 01.07.2010
Í málefnasamningi Framsóknarflokks og Vinstri grænna í Skagafirði eftir kosningar 2010 stendur eftirfarandi: "unnið verður að hagræðingu og sparnaði í rekstri sveitarfélagsins og hallalausum rekstri m.a. verði skipuð nefnd til að fara yfir leiðir að þeim markmiðum". Er meirihlutanum ljóst mikilvægi þess að slík heildarendurskoðun fari fram og mun henni vera hrint í framkvæmt eins fljótt og auðið er. Að mati meirihlutans er það hinsvegar brýnt, þegar farið er slíka vinnu að sá sveitarstjóri sem sitja á út kjörtímabilið sé með frá upphafi og hafi um vinnulagið að segja. Að því leiðir að ekki verður farið af stað með þessa vinnu fyrr en nýr sveitarstjóri hefur verið ráðinn en umsóknarfrestur um stöðu sveitarstjóra rennur út 30. júlí næstkomandi. Leggur meirihlutinn því til, í samráði við Guðmund Guðlaugsson sveitarstjóra og fluttningsmann tillögunnar, að tillögunni verið frestað þar til nýr sveitarstjóri hefur verið ráðinn. Samþykkt samhljóða. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað: Ég fagna því að tillagan hafi verið lögð fram. Sigurjón Þórðarson óskar bókað: Mikilvægt er að það dragist ekki fram úr hófi að ráða sveitarstjóra, þannig að nauðsynleg verkefni svo sem endurskoðun á fjármálum sveitarfélagsins tefjist ekki að óþörfu. Á 523. fundi byggðarráðs var afgreiðslu á tillögu um heildarendurskoðun á rekstri frestað. Byggðarráð samþykkir í ljósi samþykktar á 271. fundi sveitarstjórnar um að skipa ráðgjafanefnd í sama tilgangi, að hafna tillögunni. Afgreiðsla 534. fundar byggðaráðs staðfest á 272. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 523. fundur - 29.07.2010
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 534. fundur - 04.11.2010
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 272. fundur - 30.11.2010