Fara í efni

Erindi frá sveitarstjóra

Málsnúmer 1006026

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 264. fundur - 08.06.2010

Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu:"1. Sveitarstjórn samþykkir að leggja til við vitakandi nýkjörna sveitarstjórn að mynduð verði á fyrsta reglulega fundi hennar starfsnefnd sem vinni með ráðgjafa (ráðgjafafyrirtæki) að tillögugerð um heildarendurskipulagningu á rekstri sveitarélagsins og stofnana þess. Formaður nefndarinnar yrði kjörinn sérstaklega en auk þess tilnefndi hver listi sem sæti á í sveitarstjórn einn fulltrúa í nefndina. Formaður starfi að verkefninu á starfstíma nefndarinnar samkvæmt sérstökum samningi sem við hann yrði gerður og staðfestur af byggðarráði og sveitarstjórn. Aðrir nefndarmenn fái laun sambærileg launum aðalfulltrúa í fastanefndum sveitarfélagsins á starfstíma hennar. Með nefndinni starfi sveitarstjóri eftir þörfum og aðrir sem hann og/eða nefndin kallar til.2. Starfsnefndin, í samvinnu við sveitarstjóra, gangi frá samningi við ráðgjafafyrirtæki að undangenginni tilboðsgjöf frá völdum aðilum í það verkefni að vinna með nefndinni að tillögugerðinni, þ.m.t. tillögum að breytingum á samþykktum og reglum sem í gildi eru og tillögugerð nefndarinnar mögulega kallaði á. Gert yrði ráð fyrir að nefndin hafi sem viðmið ákveðin markmið um sparnað í rekstri sem stefnt skuli að því að ná. Samningur við ráðgefandi aðila leggist fyrir byggðarráð og hljóti staðfestingu þess áður en samningur tæki endanlega gildi. Nefndin hæfi störf strax og hún hefur verið sett á laggirnar og yrði gert að skila niðurstöðu innan ákveðins tilskilins frests samkvæmt nánari ákvörðun sveitarstjórnar þar um.3. Gerðar verði nauðsynlegar breytingar á fjárhagsáætlun núlíðandi árs til að mæta áætluðum kostnaði við verkefnið þegar fyrir liggur tillaga að samningi við ráðgjafa og annað fyrirkomulag vinnunnar.Greinargerð: Rætt hefur verið um nokkurn tíma að til þurfi að koma markviss vinna að endurskoðun á rekstri sveitarfélagsins og var því m.a. mjög haldið á lofti í tengslum við umræðu um stækkun Árskóla og flutning allrar starfsemi skólans ásamt tónlistarskóla undir eitt þak. Var tekið á þessu atriði í tillögum sem fluttar voru á sveitarstjórnarfundi þeim sem fjallaði sérstaklega um stækkunaráform Árskóla nú nýverið. Hef ég mjög oft minnst á nauðsyn þessa og því er þessi tillaga til komin. Skýrslur þær sem sveitarstjórn lét vinna og umsagnir vegna áforma um nýbyggingu við Árskóla taka einnig mjög skýrt á þessu atriði og er þar rakin afar brýn þörf á tiltekt í rekstri sveitarfélagsins og stofnana þess, burtséð frá því hvort ráðist yrði í þá framkvæmd eður ei. Ég hefði kosið að koma með þessa tillögu eða svipaða miklu fyrr en nú er hún lögð fram vegna þess að stutt er í það að núverandi sveitarstjórn missi umboð sitt og að undirritaður hætti störfum sem sveitarstjóri að eigin ósk. Ég tel mikilvægt að sú sveitarstjórn sem nú situr ljúki þessari umræðu allri með því að leggja til að þessari skoðun verði hrundið af stað og ég lít á það sem eðlilegt framhald á þeirri vinnu sem sveitarstjórnin hefur unnið að hvað hagræðingu og sparnað í rekstri varðar og þeim árangri sem þrátt fyrir allt hefur náðst. Þessi sveitarstjórn ber ekki ábyrgð á því hruni sem varð og hefur orðið að takast á við það erfiða verkefni að ná fram auknu hagræði og sparnaði í rekstri á sama tíma og tekjur sveitarfélagsins hafa lækkað umtalsvert. Ég fjalla um stöðu mála í skýrslu minni um ársreikning sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir árið 2009 og þá þróun sem hefur orðið hvað tekjur sveitarfélagsins varðar á undanförnum árum. Læt ég hana einnig fylgja fundargögnum sem viðbót við þessa greinargerð. Vegna tekjufallsins fara til greiðslu launa og launatengdra gjalda 61,4¯ heildartekjum A hlutans og það er einfaldlega allt of hátt hlutfall og alveg deginum ljósara að grípa þarf til sparnaðaraðgerða í rekstrinum þar sem komið er að því að horfa verður til þessa rekstrarþáttar, þ.e. launakostnaðar alveg sérstaklega, því miður. Hjá því verður að mínu mati ekki komist. Ég nefni launaþáttiinn hér þar sem hann er stærsti einstaki kostnaðarliðurinn í rekstri sveitarfélaga og þó unnið hafi verið að sparnaði og hagræðingu á ýmsum sviðum, þ.m.t. hvað þennan lið varðar, þá þarf meira til svo hægt verði að halda í við tekjufallið. Ég þori varla að hugsa þá hugsun til enda ef við stæðum frammi fyrir því að sá árangur sem þó hefur náðst í sparnaði hefði ekki komið til. Ég tel því að það sé rökrétt framhald á þeirri vinnu sem þessi sveitarstjórn hefur unnið að á kjörtímabilinu og m.t.t. þeirra skýrslna sem hún hefur látið vinna fyrir sig og benda mjög eindregið á nauðsyn aukins hagræðis í öllum rekstri að leggja fram tillögu þess efnis að til ítarlegrar skoðunar á rekstri verði stofnað með ákveðinni skýrri aðferðafræði. Ég tel nauðsynlegt fyrir þá sveitarstjórn sem nú er að kveðja að hún komi þeim skilaboðum skýrt á framfæri við nýja sveitarstjórn hver sýn hennar er á næstu skref í þessu mikilvæga máli. Hvað framsetningu tillögunnar varðar tel ég mikilvægt að saman fari í þessari vinnu með skýrum hætti sýn glöggra gesta augna, þ.e. utanaðkomandi ráðgjafa, og þekking og reynsla heimamanna sem veldust til starfa í umræddri starfsnefnd. Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri."Til máls tóku Þórdís Friðbjörnsdóttir sem lagði til að tillögunni yrði vísað til afgreiðslu nýrrar sveitarstjórnar. Þá tóku einnig til máls Bjarni Jónsson, Guðmundur Guðlaugsson, Gísli Sigurðsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Sigurður Árnason og fleiri ekki.Borin upp tillaga Þórdísar Friðbjörnsdóttur um að vísa tillögunni til afgreiðslu næstu sveitarstjórnar og hún samþykkt með sex atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu tillögunnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 266. fundur - 01.07.2010

Tillaga sveitarstjóra, Guðmundar Guðlaugssonar sem vísað var frá fundi sveitarstjórnar þann 8. júní sl.

Stefán Vagn Stefánsson tók til máls og kynnti tillöguna.

1. Sveitarstjórn samþykkir að leggja til við vitakandi nýkjörna sveitarstjórn að mynduð verði á fyrsta reglulega fundi hennar starfsnefnd sem vinni með ráðgjafa (ráðgjafafyrirtæki) að tillögugerð um heildarendurskipulagningu á rekstri sveitarélagsins og stofnana þess. Formaður nefndarinnar yrði kjörinn sérstaklega en auk þess tilnefndi hver listi sem sæti á í sveitarstjórn einn fulltrúa í nefndina. Formaður starfi að verkefninu á starfstíma nefndarinnar samkvæmt sérstökum samningi sem við hann yrði gerður og staðfestur af byggðarráði og sveitarstjórn. Aðrir nefndarmenn fái laun sambærileg launum aðalfulltrúa í fastanefndum sveitarfélagsins á starfstíma hennar. Með nefndinni starfi sveitarstjóri eftir þörfum og aðrir sem hann og/eða nefndin kallar til.

2. Starfsnefndin, í samvinnu við sveitarstjóra, gangi frá samningi við ráðgjafafyrirtæki að undangenginni tilboðsgjöf frá völdum aðilum í það verkefni að vinna með nefndinni að tillögugerðinni, þ.m.t. tillögum að breytingum á samþykktum og reglum sem í gildi eru og tillögugerð nefndarinnar mögulega kallaði á. Gert yrði ráð fyrir að nefndin hafi sem viðmið ákveðin markmið um sparnað í rekstri sem stefnt skuli að því að ná. Samningur við ráðgefandi aðila leggist fyrir byggðarráð og hljóti staðfestingu þess áður en samningur tæki endanlega gildi. Nefndin hæfi störf strax og hún hefur verið sett á laggirnar og yrði gert að skila niðurstöðu innan ákveðins tilskilins frests samkvæmt nánari ákvörðun sveitarstjórnar þar um.

3. Gerðar verði nauðsynlegar breytingar á fjárhagsáætlun núlíðandi árs til að mæta áætluðum kostnaði við verkefnið þegar fyrir liggur tillaga að samningi við ráðgjafa og annað fyrirkomulag vinnunnar.

Greinargerð:

Rætt hefur verið um nokkurn tíma að til þurfi að koma markviss vinna að endurskoðun á rekstri sveitarfélagsins og var því m.a. mjög haldið á lofti í tengslum við umræðu um stækkun Árskóla og flutning allrar starfsemi skólans ásamt tónlistarskóla undir eitt þak. Var tekið á þessu atriði í tillögum sem fluttar voru á sveitarstjórnarfundi þeim sem fjallaði sérstaklega um stækkunaráform Árskóla nú nýverið. Hef ég mjög oft minnst á nauðsyn þessa og því er þessi tillaga til komin. Skýrslur þær sem sveitarstjórn lét vinna og umsagnir vegna áforma um nýbyggingu við Árskóla taka einnig mjög skýrt á þessu atriði og er þar rakin afar brýn þörf á tiltekt í rekstri sveitarfélagsins og stofnana þess, burtséð frá því hvort ráðist yrði í þá framkvæmd eður ei.

Ég hefði kosið að koma með þessa tillögu eða svipaða miklu fyrr en nú er hún lögð fram vegna þess að stutt er í það að núverandi sveitarstjórn missi umboð sitt og að undirritaður hætti störfum sem sveitarstjóri að eigin ósk. Ég tel mikilvægt að sú sveitarstjórn sem nú situr ljúki þessari umræðu allri með því að leggja til að þessari skoðun verði hrundið af stað og ég lít á það sem eðlilegt framhald á þeirri vinnu sem sveitarstjórnin hefur unnið að hvað hagræðingu og sparnað í rekstri varðar og þeim árangri sem þrátt fyrir allt hefur náðst. Þessi sveitarstjórn ber ekki ábyrgð á því hruni sem varð og hefur orðið að takast á við það erfiða verkefni að ná fram auknu hagræði og sparnaði í rekstri á sama tíma og tekjur sveitarfélagsins hafa lækkað umtalsvert.

Ég fjalla um stöðu mála í skýrslu minni um ársreikning sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir árið 2009 og þá þróun sem hefur orðið hvað tekjur sveitarfélagsins varðar á undanförnum árum. Læt ég hana einnig fylgja fundargögnum sem viðbót við þessa greinargerð. Vegna tekjufallsins fara til greiðslu launa og launatengdra gjalda 61,4%af heildartekjum A hlutans og það er einfaldlega allt of hátt hlutfall og alveg deginum ljósara að grípa þarf til sparnaðaraðgerða í rekstrinum þar sem komið er að því að horfa verður til þessa rekstrarþáttar, þ.e. launakostnaðar alveg sérstaklega, því miður. Hjá því verður að mínu mati ekki komist. Ég nefni launaþáttiinn hér þar sem hann er stærsti einstaki kostnaðarliðurinn í rekstri sveitarfélaga og þó unnið hafi verið að sparnaði og hagræðingu á ýmsum sviðum, þ.m.t. hvað þennan lið varðar, þá þarf meira til svo hægt verði að halda í við tekjufallið. Ég þori varla að hugsa þá hugsun til enda ef við stæðum frammi fyrir því að sá árangur sem þó hefur náðst í sparnaði hefði ekki komið til.

Ég tel því að það sé rökrétt framhald á þeirri vinnu sem þessi sveitarstjórn hefur unnið að á kjörtímabilinu og m.t.t. þeirra skýrslna sem hún hefur látið vinna fyrir sig og benda mjög eindregið á nauðsyn aukins hagræðis í öllum rekstri að leggja fram tillögu þess efnis að til ítarlegrar skoðunar á rekstri verði stofnað með ákveðinni skýrri aðferðafræði. Ég tel nauðsynlegt fyrir þá sveitarstjórn sem nú er að kveðja að hún komi þeim skilaboðum skýrt á framfæri við nýja sveitarstjórn hver sýn hennar er á næstu skref í þessu mikilvæga máli.

Hvað framsetningu tillögunnar varðar tel ég mikilvægt að saman fari í þessari vinnu með skýrum hætti sýn glöggra gesta augna, þ.e. utanaðkomandi ráðgjafa, og þekking og reynsla heimamanna sem veldust til starfa í umræddri starfsnefnd.

Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri.

Stefán Vagn Stefánsson tók aftur til máls og lagði til að tillögunni verði vísað til byggðarráðs til umfjöllunar.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson kvöddu sér hljóðs.

Tillaga Stefáns Vagns Stefánssonar borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 523. fundur - 29.07.2010

Tillaga sveitarstjóra sem vísað var til byggðarráðs frá 266. fundi sveitarstjórnar þann 1. júlí sl.

1. Sveitarstjórn samþykkir að leggja til við vitakandi nýkjörna sveitarstjórn að mynduð verði á fyrsta reglulega fundi hennar starfsnefnd sem vinni með ráðgjafa (ráðgjafafyrirtæki) að tillögugerð um heildarendurskipulagningu á rekstri sveitarélagsins og stofnana þess. Formaður nefndarinnar yrði kjörinn sérstaklega en auk þess tilnefndi hver listi sem sæti á í sveitarstjórn einn fulltrúa í nefndina. Formaður starfi að verkefninu á starfstíma nefndarinnar samkvæmt sérstökum samningi sem við hann yrði gerður og staðfestur af byggðarráði og sveitarstjórn. Aðrir nefndarmenn fái laun sambærileg launum aðalfulltrúa í fastanefndum sveitarfélagsins á starfstíma hennar. Með nefndinni starfi sveitarstjóri eftir þörfum og aðrir sem hann og/eða nefndin kallar til.

2. Starfsnefndin, í samvinnu við sveitarstjóra, gangi frá samningi við ráðgjafafyrirtæki að undangenginni tilboðsgjöf frá völdum aðilum í það verkefni að vinna með nefndinni að tillögugerðinni, þ.m.t. tillögum að breytingum á samþykktum og reglum sem í gildi eru og tillögugerð nefndarinnar mögulega kallaði á. Gert yrði ráð fyrir að nefndin hafi sem viðmið ákveðin markmið um sparnað í rekstri sem stefnt skuli að því að ná. Samningur við ráðgefandi aðila leggist fyrir byggðarráð og hljóti staðfestingu þess áður en samningur tæki endanlega gildi. Nefndin hæfi störf strax og hún hefur verið sett á laggirnar og yrði gert að skila niðurstöðu innan ákveðins tilskilins frests samkvæmt nánari ákvörðun sveitarstjórnar þar um.

3. Gerðar verði nauðsynlegar breytingar á fjárhagsáætlun núlíðandi árs til að mæta áætluðum kostnaði við verkefnið þegar fyrir liggur tillaga að samningi við ráðgjafa og annað fyrirkomulag vinnunnar.

Greinargerð:

Rætt hefur verið um nokkurn tíma að til þurfi að koma markviss vinna að endurskoðun á rekstri sveitarfélagsins og var því m.a. mjög haldið á lofti í tengslum við umræðu um stækkun Árskóla og flutning allrar starfsemi skólans ásamt tónlistarskóla undir eitt þak. Var tekið á þessu atriði í tillögum sem fluttar voru á sveitarstjórnarfundi þeim sem fjallaði sérstaklega um stækkunaráform Árskóla nú nýverið. Hef ég mjög oft minnst á nauðsyn þessa og því er þessi tillaga til komin. Skýrslur þær sem sveitarstjórn lét vinna og umsagnir vegna áforma um nýbyggingu við Árskóla taka einnig mjög skýrt á þessu atriði og er þar rakin afar brýn þörf á tiltekt í rekstri sveitarfélagsins og stofnana þess, burtséð frá því hvort ráðist yrði í þá framkvæmd eður ei.

Ég hefði kosið að koma með þessa tillögu eða svipaða miklu fyrr en nú er hún lögð fram vegna þess að stutt er í það að núverandi sveitarstjórn missi umboð sitt og að undirritaður hætti störfum sem sveitarstjóri að eigin ósk. Ég tel mikilvægt að sú sveitarstjórn sem nú situr ljúki þessari umræðu allri með því að leggja til að þessari skoðun verði hrundið af stað og ég lít á það sem eðlilegt framhald á þeirri vinnu sem sveitarstjórnin hefur unnið að hvað hagræðingu og sparnað í rekstri varðar og þeim árangri sem þrátt fyrir allt hefur náðst. Þessi sveitarstjórn ber ekki ábyrgð á því hruni sem varð og hefur orðið að takast á við það erfiða verkefni að ná fram auknu hagræði og sparnaði í rekstri á sama tíma og tekjur sveitarfélagsins hafa lækkað umtalsvert.

Í málefnasamningi Framsóknarflokks og Vinstri grænna í Skagafirði eftir kosningar 2010 stendur eftirfarandi: "unnið verður að hagræðingu og sparnaði í rekstri sveitarfélagsins og hallalausum rekstri m.a. verði skipuð nefnd til að fara yfir leiðir að þeim markmiðum". Er meirihlutanum ljóst mikilvægi þess að slík heildarendurskoðun fari fram og mun henni vera hrint í framkvæmt eins fljótt og auðið er. Að mati meirihlutans er það hinsvegar brýnt, þegar farið er slíka vinnu að sá sveitarstjóri sem sitja á út kjörtímabilið sé með frá upphafi og hafi um vinnulagið að segja. Að því leiðir að ekki verður farið af stað með þessa vinnu fyrr en nýr sveitarstjóri hefur verið ráðinn en umsóknarfrestur um stöðu sveitarstjóra rennur út 30. júlí næstkomandi. Leggur meirihlutinn því til, í samráði við Guðmund Guðlaugsson sveitarstjóra og fluttningsmann tillögunnar, að tillögunni verið frestað þar til nýr sveitarstjóri hefur verið ráðinn.

Samþykkt samhljóða. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað: Ég fagna því að tillagan hafi verið lögð fram. Sigurjón Þórðarson óskar bókað: Mikilvægt er að það dragist ekki fram úr hófi að ráða sveitarstjóra, þannig að nauðsynleg verkefni svo sem endurskoðun á fjármálum sveitarfélagsins tefjist ekki að óþörfu.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 534. fundur - 04.11.2010

Á 523. fundi byggðarráðs var afgreiðslu á tillögu um heildarendurskoðun á rekstri frestað.

Byggðarráð samþykkir í ljósi samþykktar á 271. fundi sveitarstjórnar um að skipa ráðgjafanefnd í sama tilgangi, að hafna tillögunni.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 272. fundur - 30.11.2010

Afgreiðsla 534. fundar byggðaráðs staðfest á 272. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.