Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

534. fundur 04. nóvember 2010 kl. 09:00 - 11:45 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Umsókn um styrk vegna Byggðasögu

Málsnúmer 1010271Vakta málsnúmer

Lögð fram styrkbeiðni vegna kaffisamsætis í tilefni af útgáfu næsta bindis Byggðasögu Skagfirðinga.

Byggðarráð samþykkir að veita styrk að upphæð allt að 150.000 kr. Fjármunir teknir af málafl. 21890.

2.Tilnefning í starfshóp

Málsnúmer 1010149Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá SSNV þar sem óskað er eftir að Sveitarfélagið Skagafjörður tilnefni einn aðalmann og annan til vara í starfshóp, sem samanstendur af fulltrúum allra sveitarfélaga á starfssvæði SSNV, sem skoði valkosti varðandi sameiningu sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Tillaga kom fram um Stefán Vagn Stefánsson sem aðalmann og Jón Magnússon til vara og var hún samþykkt.

3.Fjárhagsáætlun 2011

Málsnúmer 1009043Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2011 rædd og farið yfir ýmsar forsendur.

Miðað við fyrirliggjandi forsendur þarf að ná fram lækkun rekstrarútgjalda í rekstri sveitarfélagsins. Byggðarráð felur sveitarstjóra í samráði við sviðsstjóra að vinna tillögu að ramma að fjárhagsáætlun í því ljósi og leggja fyrir byggðarráð til umfjöllunar. Leitast skal við í þessari vinnu að ná fram hagræðingu án uppsagna starfsfólks.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað: "Ég tel mikilvægt að pólitískir fulltrúar vinni og leggji fram tillögu að ramma að fjárhagsáætlun sem fari til umfjöllunar og frekari vinnu til fagnefnda og starfsmanna. Mikilvægt er að fjárhgasáætlun verði unnin út frá forgangsröðun og lögbundinna verkefna/þjónustu."

Aðalfulltrúar byggðarráðs óska bókað: "Bókun Grétu Sjafnar er í samræmi við fyrirætlun byggðarráðs."

4.Tillaga um heildarendurskoðun á rekstri

Málsnúmer 1006026Vakta málsnúmer

Á 523. fundi byggðarráðs var afgreiðslu á tillögu um heildarendurskoðun á rekstri frestað.

Byggðarráð samþykkir í ljósi samþykktar á 271. fundi sveitarstjórnar um að skipa ráðgjafanefnd í sama tilgangi, að hafna tillögunni.

5.Umsókn um launalaust ársleyfi frá störfum

Málsnúmer 1010180Vakta málsnúmer

Erindinu vísað til byggðarráðs frá 271. fundi sveitarstjórnar.

Byggðarráð synjar umsókninni og felur sveitarstjóra að svara erindinu.

6.Ósk um að ráða stuðningsfulltrúa í 50% starf við G.a.V., Hofsósi

Málsnúmer 1010074Vakta málsnúmer

Erindinu vísað til byggðarráðs frá 271. fundi sveitarstjórnar.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga áður en gengið er frá ráðningu í stöðuna.

7.Skipun ráðgjafahóps til að fara yfir rekstur sveitarfélagsins og stofnana þess

Málsnúmer 1010265Vakta málsnúmer

Á 271. fundi sveitarstjórnar var samþykkt svohljóðandi tillaga:

"Sveitarstjórn samþykkir að skipuð verði þriggja manna ráðgjafanefnd sem fari yfir rekstur sveitarfélagsins og stofnanna þess og vinni tillögur með byggðaráði um leiðir til hagræðingar og sparnaðar. Sveitarstjóri og fjármálastjóri sveitarfélagsins starfi með nefndinni, en hún starfi með og heyri undir byggðaráð og geri því reglulega grein fyrir vinnu sinni. Skipunartími, vinnuskipulag og áfangaskipting verði nánar skilgreind í samráði við byggðaráð, sem hafi yfirumsjón með starfi nefndarinnar

Ráðgjafanefndin verði skipuð tveimur fulltrúum tilnefndum af meirihluta og einum af minnihluta sveitarstjórnar. Fulltrúar verði valdir með tilliti til þekkingar sinnar á rekstri og viðfangsefni ráðgjafanefndarinnar.

Miðað er við að ráðgjafanefndin geti í samráði við byggðaráð, leitað sér sérfræðiaðstoðar varðandi einstaka þætti verkefnisins og muni nýta sér eftir föngum aðgengi að þeirri sérfræði þekkingu sem er að finna hjá skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga."

Erindið lagt fram. Samþykkt að tilnefningar í ráðgjafanefndina liggi fyrir á næsta fundi byggðarráðs.

8.Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn

Málsnúmer 1010268Vakta málsnúmer

Til kynningar. Áður boðað námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra verður haldið laugardaginn 6. nóvember n.k. á Sauðárkróki.

9.Áskorun frá velferðarvaktinni

Málsnúmer 1010199Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar áskorun til sveitarstjórna frá velferðarvaktinni um aðgæslu þegar ákvarðanir eru teknar í hagræðingarskyni t.d. með minnkun þjónustu.

Byggðarráð þakkar þessar þörfu ábendingar og samþykkir að fela sveitarstjóra að koma þeim einnig formlega á framfæri við ríkisvaldið og Alþingi sem áformar nú stórfelldan niðurskurð á velferðarþjónustu á landsbyggðinni.

Fundi slitið - kl. 11:45.