Fara í efni

Ártún 17 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1008015

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 213. fundur - 08.09.2010

 Ártún 17 - Umsókn um byggingarleyfi. Selma Barðdal Reynisdóttir kt.   180874-4539, eigandi einbýlahúss með sem stendur á lóð nr. 17 við Ártún á Sauðárkróki sækir með bréfi dagsettu 6. ágúst sl., um leyfi til byggja verönd og skjólveggi á lóðinni. Einnig óskar hún eftir leyfi til að koma fyrir setlaug á veröndinni og breikka innkeyrslu að bílastæði. Fyrirhuguð breikkun innkeyrslu er 3 metrar til norðurs. Meðfylgjandi umsókn eru gögn sem gera grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum. Fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi lóðar sem fyrirhuguð framkvæmd kemur að. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Vegna setlauga á lóðum vill skipulags og byggingarnefnd sérstaklega bóka eftirfarandi.Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.
 

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 268. fundur - 21.09.2010

Afgreiðsla 213. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmunsdóttir og Sigurjón Þórðarson óska bókað að þau sitji hjá.