Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

213. fundur 08. september 2010 kl. 08:15 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Greining á aðgengi fatlaðra

Málsnúmer 1008053Vakta málsnúmer

 

Greining á aðgengi fatlaðra. Undir þessum lið mættu á fundinn Jón karl Karlsson,Sigriður Gunnarsdóttir og Þuríður Harpa Sigurðardóttir

til viðræðna við nefndina um aðgengismál fatlaðra en þau höfðu óskað eftir fundi með nefndinni varðandi þennan málaflokk og hugsanlegar úrbætur. Málin rædd almennt og gestum þökkuð koman.

2.Sæmundarhlíð 143826 - Umsókn um að fjarlægja hús

Málsnúmer 1009037Vakta málsnúmer

Sæmundarhlíð 143826 - Umsókn um að fjarlægja hús. Með bréfi dagsettu 6. september sl., sækir Guðmundur Þór Guðmundsson fyrir hönd Eignasjóðs Skagafjarðar um leyfi til að fjarlægja geymsluhús sem stendur á lóð leikskólans Furukot við Sæmundarhlíð. Erindið samþykkt.

3.Suðurbraut 7 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1009036Vakta málsnúmer

Suðurbraut 7 - Umsókn um byggingarleyfi. Með bréfi dagsettu 6. september sl., sækir Guðmundur Þór Guðmundsson fyrir hönd Eignasjóðs Skagafjarðar um leyfi til að flytja og koma fyrir geymsluhúsi á lóðinni númer 7 við Suðurbraut á Hofsósi. Húsið sem um ræðir stendur í dag á lóð leikskólans Furukot við Sæmundarhlíð á Sauðárkróki. Erindið samþykkt.

4.Eyrarvegur 143292 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0910145Vakta málsnúmer

Eyrarvegur 143292 - Umsókn um byggingarleyfi. Magnús Ingvarsson kt 171160-3249, fyrir hönd FISK-Seafood hf. kt. 461289-1269 sæki með bréfi dagsettu 28. ágúst sl., um að fá samþykktar breytingar á áður samþykktum aðaluppdráttum sem gerðir hafa verið af skrifstofuhúsi og verið er að byggja á lóðinni nr. 1 við Háeyri á Sauðárkróki. Endurgerðir uppdrættir eru gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni Uppdrættirnir eru í verki númer 49231, nr. A-100 til A-104 og eru þeir dagsettir 12.03.2010. Erindið samþykkt.

5.Hvalnes 145892 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1009013Vakta málsnúmer

Hvalnes 145892 - Umsókn um byggingarleyfi. Bjarni Egilsson kt. fyrir hönd Matkletts ehf. kt. 680708-0530 sæki með bréfi dagsettu 31. ágúst sl., um leyfi til að endurbyggja, flytja og koma fyrir veiðihúsi við Ölversvatn í landi Hvalness. Húsið sem um ræðir stendur í dag við lóð félagsheimilisins Skagasels og hefur verið nýtt sem aðstöðuhús. Framlagðir uppdrættir eru gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrættirnir eru í verki númer 7556, nr. A-101 og eru þeir dagsettir 31. ágúst 2010. Erindið samþykkt.

6.Öldustígur 11(143900) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1008310Vakta málsnúmer

 Öldustígur 11(143900) - Umsókn um byggingarleyfi. Ásta Hallgrímsdóttir kt. 240451-2639 eigandi einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 11 við Öldustíg sækir með bréfi dagsettu 26. Ágúst sl., um leyfi til að breyta útliti hússins. Breytigin fellst í að koma þakglugga á húsið. Erindið samþykkt.

7.Steinhóll 146902 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1009033Vakta málsnúmer

 

Steinhóll í Fljótum 146902 - Umsókn um byggingarleyfi. Svala Guðbjörg Lúðvíksdóttir kt . 260668-5609 og Sverrir Júlíusson kt 090465-4149 sæki með bréfi dagsettu 6. september sl., um leyfi til að byggja geymslu við frístundahús sem stendur á jörðinni. Framlagðir uppdrættir eru gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrættirnir eru í verki númer 7520, og eru þeir dagsettir 3. september 2010. Erindið samþykkt.

8.Brautarholt 146788 - Umsókn um staðfestingu á landskiptum.

Málsnúmer 1009032Vakta málsnúmer

Staðfesting landskipta. Eigendur Efra-Haganess I í Fljótum hafa gert með sér landskiptasamning sem ber heitið Landskiptasamningur á Efra-Haganesi I, Fljótum Skagafirði milli Efra-Haganes I og Brautarholts. Samningurinn byggir á hnitsettum uppdrætti sem gerður er á Stoð ehf verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni kt. 080353-4219. Uppdrátturinn ber heitið Landamerki, landskipti – Efra-Haganes 1 og Brautarholt og er dagsettur 28. júní 2010. Landskiptasamningurinn er undirritaður af öllum hlutaðeigandi aðilum, eða í umboði þeirra. Dagsetning undirskriftar landskiptasamningsins er 1. júlí 2010. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Leiðrétta þarf prentvillu er varða hlutföll sameiginlegrar hagnýtingar hlunninda í 7. grein samningsins.

9.Brekkutún 10 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1009034Vakta málsnúmer

Brekkutún 10. Áskell Heiðar Ásgeirsson kt. 290473-4039 Brekkutúni 10 Sauðárkróki óskar heimildar til að reisa skjólvegg milli göngustígs og heimkeyrslu lóðarinnar Brekkutún 10. Þá er einnig óskað eftir heimild til að staðsetja sorptunnuskýli við enda girðingarinnar samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Erindið samþykkt samkvæmt framlögðum gögnum.

10.Ártún 17 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1008015Vakta málsnúmer

 Ártún 17 - Umsókn um byggingarleyfi. Selma Barðdal Reynisdóttir kt.   180874-4539, eigandi einbýlahúss með sem stendur á lóð nr. 17 við Ártún á Sauðárkróki sækir með bréfi dagsettu 6. ágúst sl., um leyfi til byggja verönd og skjólveggi á lóðinni. Einnig óskar hún eftir leyfi til að koma fyrir setlaug á veröndinni og breikka innkeyrslu að bílastæði. Fyrirhuguð breikkun innkeyrslu er 3 metrar til norðurs. Meðfylgjandi umsókn eru gögn sem gera grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum. Fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi lóðar sem fyrirhuguð framkvæmd kemur að. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Vegna setlauga á lóðum vill skipulags og byggingarnefnd sérstaklega bóka eftirfarandi.Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.
 

11.Varmahlíð. Norðan Arionbanka - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1009035Vakta málsnúmer

Lóðarumsókn. Svanhildur Pálsdóttir hótelstjóri Hótel Varmahlíð, f.h. Gestagangs kt. 410206-0990 sækir um lóð norðan Arionbanka í Varmahlíð til að byggja herbergisálmu, 2 hæðir 20-30 herbergi, til að auka gistirými Hótelsins í Varmahlíð. Umrædd lóð er samkvæmt samþykktu deiliskipulagi svæðisins 2380 m2 að stærð. Samþykkt að úthluta Gestagangi ehf umbeðinni lóð.

12.Samráðsfundur sveitarfélaga og Skipulagsstofnunar

Málsnúmer 1009028Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf skipulagsstjóra ríkisins til formanna skipulags- og byggingarnefnda og byggingarfulltrúa og varðar fjórða samráðsfund sveitarfélaga og Skipulagsstofnunar og nú einnig í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundurinn er 16.- og 17. september nk og verður haldinn í Reykholti í Borgarbyggð.

Fundi slitið.