Málstofa sambandsins um skólamál
Málsnúmer 1009026
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 528. fundur - 16.09.2010
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um að málstofa sambandsins um skólamál verði haldin 1. nóvember 2010 undir yfirskriftinni "Skólabragur". Hægt verður að horfa á beina útsendingu frá málstofunni á vef menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 268. fundur - 21.09.2010
Afgreiðsla 528. fundar byggðaráðs staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 268. fundur - 21.09.2010
Afgreiðsla 61. fundar fræðslunefndar staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson óska bókað að þau sitji hjá.
Málstofa Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál verður haldin þann 1. nóvember í Reykjavík. Að þessu sinni ber málstofan heitið ,,Skólabragur" og m.a. fjallað um reglugerð um ábyrgð nemenda.