Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
1.Aðalfundarboð Flugu hf 2010
Málsnúmer 1009073Vakta málsnúmer
2.Fundur með fjárlaganefnd haustið 2010
Málsnúmer 1009072Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá fjárlaganefnd Alþingis þar sem nefndin býður fulltrúum sveitarfélaga til viðtals vegna verkefna heima í héraði. Áætlaðir fundardagar eru 27. og 28. september nk. Að auki er boðið upp á fjarfund þann 29. september. Óskað er eftir að beiðni um fund berist fyrir 17. september 2010.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bóka fund þriðjudaginn 28. september nk. eh. og vinna að öflun upplýsinga til að leggja fyrir næsta byggðarráðsfund.
3.Yfirlit yfir fasteignir sveitarfélagsins
Málsnúmer 1009125Vakta málsnúmer
Lagður fram listi yfir fasteignir sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra ásamt sviðsstjórum eftir atvikum að leggja fram lista yfir mögulega sölu eigna.
4.Kosningar til stjórnlagaþings
Málsnúmer 1009134Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá dóms- og mannréttindaráðuneyti varðandi væntanlegar kosningar til stjórnlagaþings þann 27. nóvember 2010.
Byggðarráð staðfestir að kosið verði á eftirtöldum stöðum í sveitarfélaginu: Steinsstöðum, Varmahlíð, Sauðárkróki, Heilbr.stofnuninni Sauðárkróki, á Skaga, að Hólum, Hofsósi og í Fljótum.
5.Rekstrarupplýsingar 2010 - sveitarsjóður og stofnanir
Málsnúmer 1004072Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir tímabilið janúar-júlí 2010.
6.Fréttabréf kjarasviðs
Málsnúmer 1009077Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar 3. tbl. 1. árg. Fréttabréfs kjarasviðs Sambands ísl. sveitarfélaga.
7.Ráðstefna fyrir íslenska sveitarstjórnarmenn
Málsnúmer 1009076Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi ísl. sveitarfélaga þar sem kynnt er ráðstefna sem Evrópusamtök sveitarfélaga, CEMR og hollenska sveitarfélagasambandið standa fyrir í Haag 13. október nk. Fjallað verður um hvernig hægt sé að bregðast við þverrandi trausti almennings á stjórnvöldum.
8.Málstofa sambandsins um skólamál
Málsnúmer 1009026Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um að málstofa sambandsins um skólamál verði haldin 1. nóvember 2010 undir yfirskriftinni "Skólabragur". Hægt verður að horfa á beina útsendingu frá málstofunni á vef menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Fundi slitið - kl. 10:09.
Lagt fram boð um aðalfund Flugu hf., 20. september 2010.
Byggðarráð samþykkir að Viggó Jónsson og Jón Magnússon fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundi Flugu ehf. Jafnframt samþykkir byggðarráð að Viggó Jónsson og Jón Magnússon verði tilnefndir sem aðalfulltrúar sveitarfélagsins í stjórn félagsins og til vara Hlín Jóhannesdóttir og Guðný Axelsdóttir.