Fara í efni

Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010

Málsnúmer 1009046

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 527. fundur - 09.09.2010

Byggðarráð samþykkir að endurskoða fjárhagsáætlun ársins 2010. Við endurskoðun áætlunarinnar skal taka inn breytingar sem orðið hafa vegna ákvarðana byggðarráðs og sveitarstjórnar á árinu, ásamt breytingum sem orðið hafa vegna ákvarðana sem teknar hafa verið af ríkisvaldinu og áhrif hafa haft á rekstur sveitarfélagsins. Ekki skulu gerðar breytingar á liðum sem lítur út fyrir að framúrkeyrsla verði á, ef ekki liggja fyrir heimildir byggðarráðs eða sveitarstjórnar.

Endurskoðun skal lokið fyrir mánaðamótin september/október 2010.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 268. fundur - 21.09.2010

Afgreiðsla 527. fundar byggðaráðs staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 60. fundur - 11.10.2010

Lögð fram til kynningar fyrstu drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2010.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 531. fundur - 14.10.2010

Lögð fram drög að endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010. Gerðar hafa verið breytingar á aðalsjóði sem nema 36.489 þús.kr. til hækkunar rekstrarútgjalda. Breytingar eignasjóðs eru til lækkunar útgjalda um 34.377 þús.kr. og hækkun útgjalda þjónustustöðvar um 3.996 þús.kr. Breytingar í A-hluta nema því nettó 6.108 þús.kr. til hækkunar gjalda. Breyting hjá sjóðum í B hluta er lækkun gjalda um 6.108 þús.kr. Í samanteknum rekstrareikningi A og B hluta sveitarsjóðs er því ekki gert ráð fyrir breytingu á niðurstöðu ársins frá fyrri áætlun. Fjárfesting hækkar í heildina um 19.900 þús.kr. milli áætlana. Aðrar breytingar hafa ekki verið gerðar, nema að nú eru upphafstölur efnahagsreiknings byggðar á niðurstöðu ársreiknings 2009 í stað áætlaðrar niðurstöðu í árslok 2009.

Byggðarráð samþykkir áætlunina með áorðnum breytingum.

Byggðarráð