Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
1.Prókúruumboð sveitarstjóra
Málsnúmer 1010091Vakta málsnúmer
2.Ársfundur samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum
Málsnúmer 1010081Vakta málsnúmer
Ársfundur samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum verður haldinn föstudaginn 15. október 2010 á Hilton Reykjavik Nordica.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
3.Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010
Málsnúmer 1009046Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010. Gerðar hafa verið breytingar á aðalsjóði sem nema 36.489 þús.kr. til hækkunar rekstrarútgjalda. Breytingar eignasjóðs eru til lækkunar útgjalda um 34.377 þús.kr. og hækkun útgjalda þjónustustöðvar um 3.996 þús.kr. Breytingar í A-hluta nema því nettó 6.108 þús.kr. til hækkunar gjalda. Breyting hjá sjóðum í B hluta er lækkun gjalda um 6.108 þús.kr. Í samanteknum rekstrareikningi A og B hluta sveitarsjóðs er því ekki gert ráð fyrir breytingu á niðurstöðu ársins frá fyrri áætlun. Fjárfesting hækkar í heildina um 19.900 þús.kr. milli áætlana. Aðrar breytingar hafa ekki verið gerðar, nema að nú eru upphafstölur efnahagsreiknings byggðar á niðurstöðu ársreiknings 2009 í stað áætlaðrar niðurstöðu í árslok 2009.
Byggðarráð samþykkir áætlunina með áorðnum breytingum.
Byggðarráð
Fundi slitið - kl. 13:23.
Skv. 56. gr. samþykkta sveitarfélagsins er sveitarstjóri prókúruhafi sveitarsjóðs. Byggðarráð staðfestir hér með að prókúruumboð Guðmundar Guðlaugssonar fv. sveitarstjóra er úr gildi fallið og samþykkir að Ásta Björg Pálmadóttir fari með prókúru fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.