Aðalgata 15 - Fyrirspurn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1010123
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 271. fundur - 02.11.2010
Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 271. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Skipulags- og byggingarnefnd - 220. fundur - 15.12.2010
Aðalgata 15 - Fyrirspurn um byggingarleyfi. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 20.10, sl. þar sem ákvörðun var tekin um að grenndarkynna erindið. Eigendum eftirtalinna húsa sent erindið til umsagnar. Aðalgötu 13, Aðalgötu 17, Skógargötu 3b og Skógargötu 5b. Engin svör hafa borist innan tilskilinna tímamarka. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við framangreindar fyrirhugaðar framkvæmdir og afgreiðir byggingarleyfi þegar fullnægjandi aðaluppdrættir hafa borist.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 273. fundur - 21.12.2010
Afgreiðsla 220. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 273. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Aðalgata 15 - Fyrirspurn um byggingarleyfi. Bjarni Reykjalín kt 070149-3469, arkitekt, fyrir hönd eiganda veitingahússins Ólafshúss sem stendur á lóðinni númer 15 við Aðalgötu óskar með bréfi dagsettu 18. október sl., umsagnar Skipulags-og byggingarnefndar Skagafjarðar vegna fyrirhugaðra breytinga og viðbyggingar við húsið. Meðfylgjandi umsókn eru fyrirspurnaruppdráttur gerður af honum sjálfum og er hann dagsettur 18.10.2010. Skipulags og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið.