Skipulags- og byggingarnefnd
1.Álfgeirsvellir 146143 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 1010009Vakta málsnúmer
2.Eyrarvegur 143295-Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1010071Vakta málsnúmer
Eyrarvegur – umsókn um byggingarleyfi. Jón B. Sigvaldason vélstjóri, fh Hólaskóla, Háskólans á Hólum sækir um leyfi til að koma fyrir, í aflögðu sláturhúsi Slátursamlags Skagfirðinga sem nú er í eigu Fisk Seafood ehf, dísilvél og rafal ( neyðarrafstöð) vegna starfsemi Hólaskóla í húsnæðinu. Meðfylgjandi er greinargerð dagsett 29.09.2010 og uppdráttur frá Stoð ehf verkfræðistofu sem lýsir ofangreindri framkvæmd. Erindið samþykkt.
3.Hvalnes lóð 216349 -Umsókn um brottflutning húsa.
Málsnúmer 1010112Vakta málsnúmer
Hvalnes lóð. Sigrún M. Gunnarsdóttir kt. 170263-2199, fh Skefils ehf kt. 580308-1040 óskar heimildar Sveitarfélagsins til að selja og flytja af lóð við félagsheimilið Skagasel tvö gestahús sem þar standa. Húsin bera fasteignanúmerin 2317213-010101 og 2317213-020101. Landnúmer lóðarinnar er 216349. Erindið samþykkt með því skilyrði að gegið verði frá lóð og lögnum með fullnægjandi hætti í samráði við tæknideild.
4.Lýtingsstaðir lóð 1-Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1010102Vakta málsnúmer
Lýtingsstaðir umsókn um stofnun lóðar. Sveinn Guðmundsson kt. 250749-2959, þinglýstur eigandi jarðarinnar Lýtingsstaðir (landnr. 146202) Tungusveit Skagafirði sækir um leyfi til þess að stofna lóð í landi jarðarinnar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S-01 í verki nr. 7207, dags. 14. október, 2010. Landið sem um ræðir verður tekið úr landbúnaðarnotkun. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Lýtingsstaðir, landnr. 146202.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146202. Erindið samþykkt.
5.Lýtingsstaðir 146202-Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1010105Vakta málsnúmer
Lýtingsstaðir umsókn um byggingarleyfi. Sveinn Guðmundsson kt. 250749-2959, þinglýstur eigandi jarðarinnar Lýtingsstaðir (landnr. 146202) Tungusveit Skagafirði, sækir um leyfi til að byggja vélageymslu á jörðinni, skv. framlögðum aðaluppdráttum gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er A-101 í verki nr. 7207, dags. 14. október 2010. Erindið samþykkt.
6.Lýtingsstaðir lóð 1-Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1010104Vakta málsnúmer
Lýtingsstaðir umsókn um byggingarleyfi, hús A. Sveinn Guðmundsson kt. 250749-2959, þinglýstur eigandi jarðarinnar Lýtingsstaðir (landnr. 146202) Tungusveit Skagafirði, sækir hér með eftir leyfi til þess að staðsetja 2 gestahús á lóð sem verið er að stofna úr landi Lýtingsstaða. Húsin standa nú á lóð við Skagasel sem hefur landnúmerið 216349. Gerð og afstaða húsanna skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdrátta er A-102 og A-103 í verki nr. 7207, dags. 14. október 2010. Erindið samþykkt.
7.Lýtingsstaðir lóð 1-Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1010103Vakta málsnúmer
Lýtingsstaðir umsókn um byggingarleyfi, hús B. Sveinn Guðmundsson kt. 250749-2959, þinglýstur eigandi jarðarinnar Lýtingsstaðir (landnr. 146202) Tungusveit Skagafirði, sækir hér með eftir leyfi til þess að staðsetja 2 gestahús á lóð sem verið er að stofna úr landi Lýtingsstaða. Húsin standa nú á lóð við Skagasel sem hefur landnúmerið 216349. Gerð og afstaða húsanna skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdrátta er A-102 og A-103 í verki nr. 7207, dags. 14. október 2010. Erindið samþykkt.
8.Áshildarholt lóð 219791-Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1010101Vakta málsnúmer
Áshildarholt umsókn um stofnun lóðar. Gunnlaugur Vilhjálmsson kt. og Sigurður Vilhjálmsson kt. þinglýstir eigendur jarðarinnar Áshildarholts í Skagafirði, landnr. 145917, sækja hér með um heimild til að skipta lóð úr landi jarðarinnar, samkvæmt meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7136-1, dags. 13. október 2010. Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu áfram tilheyra Áshildarholti, landnr. 145917. Jafnframt er óskað eftir heimild til að leysa hina nýstofnuðu lóð úr landbúnaðarnotum. Erindið samþykkt.
9.Aðalgata 7 - Umsagarb.v/rekstarleyfis
Málsnúmer 1010077Vakta málsnúmer
Aðalgata 7 umsögn um rekstrarleyfi. Fyrir liggur beiðni frá embætti sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 8. október 2010 um umsögn skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Kristínar Elfu Magnúsdóttur fyrir hönd Videosports ehf kt. 470201-2150 um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Mælifell Aðalgötu 7 á Sauðárkróki. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
10.Laugatún 10-12 10R - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1010076Vakta málsnúmer
Laugatún 10-12. Helga Rósa Guðjónsdóttir eigandi íbúðar Laugatún 12, sem er íbúð í parhúsinu Laugatún 10-12 á Sauðárkróki sækir um leyfi til að reisa girðingu á norðurmörkum lóðarinnar. Fyrirhuguð girðing verður 1.8 metra yfir jarðvegsyfirborð gerð úr standandi borðaklæðningu 21x 95 mm. Borðaklæðningin kemur á láréttar lektur 45 x 95 mm sem koma á 90 mm járnstaura. Girðingin verðir stölluð eftir landhæðinni. Meðfylgjandi er afstöðumynd sem sýnir legu girðingarinnar og útlitsmynd. Erindið samþykkt.
11.Aðalgata 15 - Fyrirspurn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1010123Vakta málsnúmer
Aðalgata 15 - Fyrirspurn um byggingarleyfi. Bjarni Reykjalín kt 070149-3469, arkitekt, fyrir hönd eiganda veitingahússins Ólafshúss sem stendur á lóðinni númer 15 við Aðalgötu óskar með bréfi dagsettu 18. október sl., umsagnar Skipulags-og byggingarnefndar Skagafjarðar vegna fyrirhugaðra breytinga og viðbyggingar við húsið. Meðfylgjandi umsókn eru fyrirspurnaruppdráttur gerður af honum sjálfum og er hann dagsettur 18.10.2010. Skipulags og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið.
Fundi slitið.
Álfgeirsvellir umsókn um stofnun lóðar. Jón Egill Indriðason kt. 190177-4679 eignadi Álfgeirsvalla óskar hér með eftir leyfi til að stofna lóð í landi jarðarinnar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S-01 í verki nr. 72561, dags. 1. október 2010. Á lóðinni stendur íbúðarhús jarðarinnar.
Landið sem um ræðir verður tekið úr landbúnaðarnotkun, en öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Álfgeirsvellir, landnr. 146143.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146143. Erindið samþykkt.