Fara í efni

Tilnefning í starfshóp

Málsnúmer 1010149

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 533. fundur - 28.10.2010

Lagt fram bréf frá SSNV þar sem óskað er eftir að Sveitarfélagið Skagafjörður skipi einn aðalmann og annan til vara í starfshóp fulltrúa allra sveitarfélaga á starfssvæði SSNV, sem skoði valkosti varðandi sameiningu sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, samkvæmt samþykkt 18. ársþings SSNV 2010.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 271. fundur - 02.11.2010

Afgreiðsla 533. fundar byggðaráðs staðfest á 271. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 534. fundur - 04.11.2010

Lagt fram erindi frá SSNV þar sem óskað er eftir að Sveitarfélagið Skagafjörður tilnefni einn aðalmann og annan til vara í starfshóp, sem samanstendur af fulltrúum allra sveitarfélaga á starfssvæði SSNV, sem skoði valkosti varðandi sameiningu sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Tillaga kom fram um Stefán Vagn Stefánsson sem aðalmann og Jón Magnússon til vara og var hún samþykkt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 272. fundur - 30.11.2010

Afgreiðsla 534. fundar byggðaráðs staðfest á 272. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.