Fara í efni

Heilbrigðiþjónusta í Skagafirði - staða mála

Málsnúmer 1010158

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 270. fundur - 25.10.2010

Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi tillögu.

"Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að óska eftir úttekt á lögmæti boðaðra skipulagsbreytinga á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki og þeirri þjónustuskerðingu sem af þeim og boðuðum niðurskurði mun leiða."

Bjarni Jónsson tók til máls með leyfi varaforseta, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, þá Viggó Jónsson sem lagði fram eftirfarandi bókun.

"Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar átelur harðlega þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið við áætlaðan niðurskurð á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks og annarra stofnana í Skagafirði.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telur eðlilegt að heilbrigðisstofnunin hagræði um 5% eins og tillögur Kristjáns Þórs Júlíussonar eins af nefndarmönnum í Fjárlaganefnd Alþingis leggur til.

Ég minni á að Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki er gert að skera niður um 11% á þessu ári og glímir við þann vanda í dag. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra lofaði því að það yrði tekið tillit til þess við gerð þessara fjárlaga."

Bjarni Jónsson tók til máls með leyfi varaforseta þá Sigurjón Þórðarson.Sigríður Svavarsdóttir fulltrúi Sjálfstæðisflokks vék af fundi vegna annarra starfa.Viggó Jónsson tók til máls og lagði fram breytingu á fyrri bókun.

"Átelja ber harðlega þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið við áætlaðan niðurskurð á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks og annarra stofnana í Skagafirði.

Eðlilegt er að heilbrigðisstofnunin hagræði um 5% eins og tillögur Kristjáns Þórs Júlíussonar eins af nefndarmönnum í Fjárlaganefnd Alþingis leggur til. Ég minni á að Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki er gert að skera niður um 11% á þessu ári og glímir við þann vanda í dag. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra lofaði því að það yrði tekið tillit til þess við gerð þessara fjárlaga."

Bjarni Jónsson bar tillögu Stefáns Vagns upp til samþykktar og var hún samþykkt samhljóða.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 536. fundur - 19.11.2010

Umræður um fund sem fulltrúar sveitarstjórnar áttu með heilbrigðisráðherra 18. nóvember.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 272. fundur - 30.11.2010

Afgreiðsla 535. fundar byggðaráðs staðfest á 272. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 272. fundur - 30.11.2010

Afgreiðsla 536. fundar byggðaráðs staðfest á 272. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.