Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
1.Rekstrarstyrkur við Sjónarhól
Málsnúmer 1011102Vakta málsnúmer
2.Stuðningur við Snorraverkefnið 2011
Málsnúmer 1011086Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Snorrasjóði þar sem óskað er eftir stuðningi við Snorraverkefnið sumarið 2011. Byggðarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að verða við því.
3.Lambeyri lóð 201898-Umsagnarbeiðni rekstarl.
Málsnúmer 1011085Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ferðaþjónustunnar Steinsstöðum, kt. 690704-4390, um nýtt rekstrarleyfi fyrir sumarhús í Laugarhvammi. Gististaður - flokkur I.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
4.Laugarból lóð 205500-umsagnarbeiðni rekstarl.
Málsnúmer 1011084Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ferðaþjónustunnar Steinsstöðum, kt. 690704-4390, um nýtt rekstrarleyfi fyrir samkomusal í Laugarbóli. Gististaður - flokkur II og samkomusalur - flokkur I.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
5.Steinsstaðaskóli lóð 146228-Umsókn um rekstrarl.
Málsnúmer 1011082Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ferðaþjónustunnar Steinsstöðum, kt. 690704-4390, um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Steinsstaðaskóla. Gististaður - flokkur III.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
6.Styrkbeiðni
Málsnúmer 1011081Vakta málsnúmer
Lögð fram styrkbeiðni frá Fjölskylduhjálp Íslands. Byggðarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að verða við því.
7.Skipun ráðgjafahóps til að fara yfir rekstur sveitarfélagsins og stofnana þess
Málsnúmer 1010265Vakta málsnúmer
Í framhaldi af bókun 534. fundar byggðarráðs um skipun þriggja manna ráðgjafarnefnd, sem fari yfir rekstur sveitarfélagsins og stofnana þess og vinni tillögur með byggðarráði um leiðir til hagræðingar og sparnaðar, er lögð eftirfarandi tillaga um nefndarmenn: Jón Eðvald Friðriksson, Guðmundur Björn Eyþórsson og Guðrún Lárusdóttir. Byggðarráð mun kalla hópinn saman á næsta fundi.
8.Ósk um að ráða stuðningsfulltrúa í 50% starf við G.a.V., Hofsósi
Málsnúmer 1010074Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar minnisblað þar sem fram kemur, að í ljósi fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og fyrirhugaðs niðurskurðar í rekstri stofnana, er fallið frá að sinni að ráða í 50% stöðugildi stuðningsfulltrúa við Grunnskólann austan Vatna. Reynt verði að leysa málið með öðrum hætti.
9.Heilbrigðisþjónusta í Skagafirði - staða mála
Málsnúmer 1010158Vakta málsnúmer
Umræður um fund sem fulltrúar sveitarstjórnar áttu með heilbrigðisráðherra 18. nóvember.
10.Samkeppnisstefna og umhverfisstefna
Málsnúmer 1011099Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar skýrsla norrænu samkeppniseftirlitanna um samspil samkeppnisstefnu og umhverfisstefnu, Competition Policy and Green Growth.
11.Vegasamgöngur í Skagafirði 2010
Málsnúmer 1011020Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar bókun 62. fundar umhverfis- og samgöngunefndar. Byggðarráð ákveður að senda bókunina á þingmenn kjördæmisins og svæðisstjóra vegagerðarinnar.
12.Uppgjör framlaga vegna húsaleigubóta 2009
Málsnúmer 1011101Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga varðandi uppgjör framlaga vegna húsaleigubóta á árinu 2009.
Fundi slitið - kl. 09:05.
Lögð fram styrkbeiðni frá Sjónarhól - ráðgjafamiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir. Byggðarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að verða við því.