Fjárhagsáætlun Frístundasviðs 2011
Málsnúmer 1011143
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 272. fundur - 30.11.2010
Forseti gerir tillögu um að vísa þessum lið til afgreiðslu 5. liðar á dagskrá, eða 17. liðar í þessari fundagerð, Fjárhagsáætlun 2011. Var það samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla 166. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 272. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 5. fundur - 10.12.2010
Drög að fjárhagsáætlun Íþróttamiðstövarinnar í Varmahlíð 2011 kynnt.
Nefndin bendir á að forsendur fjárhagsáætlunar sem lögð var fyrir félags- og tómstundanefnd standist ekki, þar sem breytingar í reksti Íþróttamiðstöðvarinnar í Varmahlíð verði ekki gerðar á miðju skólaári. Nefndin telur einnig að tekjuáætlun skólastjóra Varmahlíðarskóla sé varfærin. Nefndin óskar eftir frekari upplýsingum frá íþróttafulltrúa um mögulega hagræðingu í rekstri.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 167. fundur - 14.12.2010
Félags-og tómstundanefnd samþykkir fjárhagsáætlun sviðsins sem samkvæmt ramma Byggðaráðs hljóðar uppá 145.900.000. og vísar henni til Byggðaráðs. Nefndin ítrekar fyrri óskir um 3ja milljóna króna hækkun á rammanum. Nefndin samþykkir áætlun Frístundastjóra og Íþróttafulltrúa um rekstur íþróttamannvirkja í Varmahlíð enda er það forsenda fyrir því að ramminn haldi.
Þorsteinn Broddason óskar bókað: Samfylkingin vill að í fjárhagsáætlun verði grunnþjónustan varin, þrátt fyrir minni tekjur og aukinn kostnað. Sveitarfélagið gegnir afar mikilvægu hlutverki í nærþjónustu á sviði fræðslu og velferðarmála, sem þarf að njóta forgangs ásamt öðrum lögbundnum verkefnum. Meirihlutinn hefur ekki sýnt pólitíska forystu með stefnumörkun og forgangsröðun. Þess vegna er gerð fjárhagsáætlunar ómarkviss.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 540. fundur - 16.12.2010
Byggðarráð samþykkir að vísa afgreiðslu þessa dagskrárliðar til afgreiðslu 22. liðar á dagskrá fundarins, 1009043 Fjárhagsáætlun 2011.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 273. fundur - 21.12.2010
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu þessar liðar, til afgreiðslu 3. liðar á dagskrá fundarins, Fjárhagsáætlun 2011. Var það samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla 540. fundar byggðaráðs staðfest á 273. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 273. fundur - 21.12.2010
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu þessar liðar, til afgreiðslu 3. liðar á dagskrá fundarins, Fjárhagsáætlun 2011. Var það samþykkt samhljóða.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tekur undir bókun Þorsteins Broddasonar frá fundi félags- og tómstundanefndar svohljóðandi: Samfylkingin vill að í fjárhagsáætlun verði grunnþjónustan varin, þrátt fyrir minni tekjur og aukinn kostnað. Sveitarfélagið gegnir afar mikilvægu hlutverki í nærþjónustu á sviði fræðslu og velferðarmála, sem þarf að njóta forgangs ásamt öðrum lögbundnum verkefnum. Meirihlutinn hefur ekki sýnt pólitíska forystu með stefnumörkun og forgangsröðun. Þess vegna er gerð fjárhagsáætlunar ómarkviss.
Afgreiðsla 167. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 273. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 273. fundur - 21.12.2010
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu þessar liðar, til afgreiðslu 3. liðar á dagskrá fundarins, Fjárhagsáætlun 2011. Var það samþykkt samhljóða.
Fundargerð 5.fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 273. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Frístundastjóri kynnir fyrstu drög að fjárhagsáætlun 06-málaflokksins miðað við þann ramma sem Byggðaráð lagði til, sem er án innri leigu 145.900.000.-Niðurskurður frá líðandi ári nemur 11%. Skv.tillögum frístundastjóra skiptist ramminn í 89.336.000. í íþróttamál og 56.564.000 í æskulýðs-tómstunda-og forvarnamál.
Félags-og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að leggja til við Byggðaráð að gjaldskrá sundlauga verði hækkuð frá næstu áramótum og ramminn hækki um 3 milljónir, þar af 1.000.000 til æskulýðsmála og 2.000.000 til íþróttamála.