Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
1.Fjárhagsáætlun grunnskóla fyrir árið 2011
Málsnúmer 1011133Vakta málsnúmer
2.Úthlutun vegna sérþarfa fatlaðra nemenda
Málsnúmer 1012131Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar áætluð úthlutun framlags Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga árið 2011 vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2011. Í hlut sveitarfélagsins er áætlað að komi 13.380.000 kr.
3.Ályktun - grunnskólar - niðurskurður
Málsnúmer 1012076Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar ályktun Barnaheilla - Save the Children á Íslandi, þar sem því er beint til ríkisstjórnar og sveitarfélaga að þau standi vörð um réttindi barna og skerði umfram allt ekki þjónustu við þau og fjölskyldur þeirra á sviði menntamála, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu.
4.Fjárlög 2007 - 2011
Málsnúmer 1012115Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar samantekt starfsmanna SSNV um framlög ríkisins samkvæmt fjárlögum til einstakra stofnana og verkefna á Norðurlandi vestra árin 2007 - 2011.
5.Fjárhagsáætlun 2011
Málsnúmer 1009043Vakta málsnúmer
Lögð fram fjárhagsáætlun 2011 fyrir sveitarsjóð og stofnanir hans.
Rekstrartekjur A-hluta eru áætlaðar 2.716 milljónir króna og rekstrargjöld án fjármagnsliða 2.668 milljónir króna. Fjármagnsliðir 140 milljónir króna. Rekstrarhalli ársins 92.000 þús.kr.
Samantekin áætlun fyrir A og B-hluta sveitarsjóðs gerir ráð fyrir tekjum að upphæð kr. 3.110 milljónum króna, rekstrargjöldum án fjármagnsliða 2.956 milljónir króna og fjármagnsliðum 213 milljónir króna. Rekstrarhalli ársins 59.000 þús.krónur.
Handbært fé frá rekstri er áætlað að verði 40.374 milljónir króna í A-hluta, en 193.686 milljónir króna í samstæðunni í heild.
Fjárfesting samstæðunnar er áætluð samtals 152 milljónir króna, sala eigna 39 milljónir króna, afborganir lána 244 milljónir króna og ný lántaka 161 milljónir króna.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Bjarni Jónsson og Stefán Vagn Stefánsson óska bókað:
Lögð er áhersla á að í fjárhagsáætlun verði grunnþjónustan varin þrátt fyrir minni tekjur og aukinn kostnað. Sveitarfélagið gegnir afar mikilvægu hlutverki í nærþjónustu á sviði fræðslu- og velferðarmála, sem þarf að njóta forgangs ásamt öðrum lögbundnum verkefnum. Þau drög sem nú liggja fyrir bera þess merki að grunnþjónusta sé varin. Það sést meðal annars með því að eingöngu hafa úthlutaðir fjárhagsrammar verið hækkaðir hjá félagsþjónustu, í fræðslumálum og íþróttamálum barna. Vistunargjöld á leikskólum verða ekki hækkuð, gjöld vegna dagvistar barna í skólavistun eru ekki hækkuð, fasteignaskattar eru ekki hækkaðir, tekjuviðmið við útreikning á afslætti á fasteignaskatti hækkuð til að hlífa þeim tekjulægri og fleira mætti nefna.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:
Samfylkingin vill að í fjárhagsáætlun verði grunnþjónusta varin þrátt fyrir minni tekjur og aukinn kostnað. Sveitarfélagið gegnir afar mikilvægu hlutverki í nærþjónustu á sviði fræðslu- og velferðarmála, sem þarf að njóta forgangs ásamt öðrum lögbundnum verkefnum. Meirihlutinn hefur ekki sýnt pólitíska forustu með stefnumótun og forgangsröðun. Þess vegna er gerð fjárhagsáætlunar ómarkviss. Ánægjulegt er að sjá samhljóm í bókun meirihlutans og texta Samfylkingarinnar a.m.k. í upphafi bókunarinnar
Sigurjón Þórðarson óskar bókað:
Fjárhagsáætlunin felur í sér halla á rekstri sveitarfélagsins sem er mikið áhyggjuefni, þar sem það skerðir möguleika sveitarfélagsins á komandi árum til þess að þjóna íbúum. Frjálslyndir taka sömuleiðis undir bókanir meirihlutans og Samfylkingarinnar um að standa beri vörð um grunnþjónustuna en telja mun brýnna að beina ályktunum um forgangsröðun og skerðingu ríkisstjórnarinnar og þá sérstaklega gegn svívirðilegri aðför Guðbjarts Hannessonar, heilbrigðisráðherra að Heilbrigðisstofuninni Sauðárkróki.
Jón Magnússon óskar bókað:
Neikvæð niðurstaða fjárhagsáætlunarinnar vekur miklar áhyggjur um rekstrarafkomu sveitarfélagsins á komandi árum. Brýnt er að vinna markvisst að hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins. Vinnu að því markmiði verður að hefja strax á nýju ári af mikilli festu.
6.Skagafjarðarhafnir - Fjárhagsáætlun 2011
Málsnúmer 1011014Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir að vísa afgreiðslu þessa dagskrárliðar til afgreiðslu 22. liðar á dagskrá fundarins, 1009043 Fjárhagsáætlun 2011.
7.Umhverfis- og samgöngunefnd-fjárhagsáætlun 2011
Málsnúmer 1011011Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir að vísa afgreiðslu þessa dagskrárliðar til afgreiðslu 22. liðar á dagskrá fundarins, 1009043 Fjárhagsáætlun 2011.
8.Fjárhagsáætlun landbúnaðarnefndar 2011
Málsnúmer 1011165Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir að vísa afgreiðslu þessa dagskrárliðar til afgreiðslu 22. liðar á dagskrá fundarins, 1009043 Fjárhagsáætlun 2011.
9.Fjárhagsáætlun 2011 - atvinnumál
Málsnúmer 1011151Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir að vísa afgreiðslu þessa dagskrárliðar til afgreiðslu 22. liðar á dagskrá fundarins, 1009043 Fjárhagsáætlun 2011.
10.Fjárhagsáætlun 2011 - Skipulags-og byggingarnefnd
Málsnúmer 1011116Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir að vísa afgreiðslu þessa dagskrárliðar til afgreiðslu 22. liðar á dagskrá fundarins, 1009043 Fjárhagsáætlun 2011.
11.Brunavarnir Skagafjarðar - fjárhagsáætlun 2011
Málsnúmer 1011019Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir að vísa afgreiðslu þessa dagskrárliðar til afgreiðslu 22. liðar á dagskrá fundarins, 1009043 Fjárhagsáætlun 2011.
12.Fjárhagsáætlun 2011 - Menningar- og kynningarnefnd
Málsnúmer 1011075Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir að vísa afgreiðslu þessa dagskrárliðar til afgreiðslu 22. liðar á dagskrá fundarins, 1009043 Fjárhagsáætlun 2011.
13.Fjárhagsáætlun leikskóla fyrir árið 2011
Málsnúmer 1011132Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir að vísa afgreiðslu þessa dagskrárliðar til afgreiðslu 22. liðar á dagskrá fundarins, 1009043 Fjárhagsáætlun 2011.
14.Ósk um fund
Málsnúmer 1012121Vakta málsnúmer
Á fund byggðarráðs kom áhugahópur um að reisa minnisvarða um ferjumanninn við vesturós Héraðsvatna og afhenti sveitarfélaginu eftirstöðvar söfnunarfjárins 830.472 kr. vegna verkefnisins, sem er fullklárað og frágengið. Fylgdi því ósk um að það nýttist m.a. til að viðhalda umhverfi minnisvarðans, sem var gefinn sveitarfélaginu árið 2009 við afhjúpun hans.
Byggðarráð þakkar þeim félögum fyrir framtakið og þrautsegjuna við verkefnið.
15.Fjárhagsáætlun tónlistarskóla fyrir árið 2011
Málsnúmer 1011134Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir að vísa afgreiðslu þessa dagskrárliðar til afgreiðslu 22. liðar á dagskrá fundarins, 1009043 Fjárhagsáætlun 2011.
16.Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu fyrir árið 2011
Málsnúmer 1011135Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir að vísa afgreiðslu þessa dagskrárliðar til afgreiðslu 22. liðar á dagskrá fundarins, 1009043 Fjárhagsáætlun 2011.
17.Fjárhagsáætlun Frístundasviðs 2011
Málsnúmer 1011143Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir að vísa afgreiðslu þessa dagskrárliðar til afgreiðslu 22. liðar á dagskrá fundarins, 1009043 Fjárhagsáætlun 2011.
18.Gjaldskrár og viðmiðunarupphæðir félagsþjónustu 2011
Málsnúmer 1012118Vakta málsnúmer
Lögð fram svohljóðandi bókun 167. fundar félags- og tómstundanefndar varðandi gjaldskrá og viðmiðunarupphæðir félagsþjónustu á árinu 2011.
Félags-og tómstundanefnd samþykkir og vísar til Byggðaráðs:
- að viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar verði óbreytt, 82% af lágmarksatvinnuleysisbótum.
- að gjaldskrá vegna niðurgreiðslu dagvistar á einkaheimilum verði óbreytt, en reglum verði breytt þannig að aðeins verði niðurgreitt fyrir börn sem ekki stendur til boða leikskólapláss nema í tilvikum sem verða tilgreind nánar í endurskoðuðum reglum.
Formaður óskar bókað við þennan lið: Við endurskoðun á reglum um niðurgreiðslu sveitarfélagsins vegna daggæslu í heimahúsum verður leitast við að hafa hagsmuni foreldra og barna að leiðarljósi þannig að skoðað verði í hvaða raunverulegu tilvikum fólk vill frekar hafa börn hjá dagmömmu en í leikskóla. Þau atriði verði síðan tiltekin sem sérstök tilvik við gerð reglnanna þannig að fullrar sanngirni sé gætt. - að gjald fyrir unna vinnustund í heimaþjónustu verði áfram miðað við launaflokk 123-5. þrep skv. samningum Starfsmannafélags Skagafjarðar.
- að daggjald notenda í dagvist aldraðra verði 1.150 kr.
Byggðarráð samþykkir ofangreinda gjaldskrárliði og viðmiðunarupphæðir.
19.Gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga 2011
Málsnúmer 1012084Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga um eftirfarandi hækkun á gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga frá og með 1. janúar 2011.
Lánþegaskírteini hækki úr 1.400 kr. í 1.500 kr.
Útleiga myndefnis hækki úr 300 kr. í 450 kr.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
20.Hækkun gjaldskrár í Tónlistarskóla Skagafjarðar
Málsnúmer 1012040Vakta málsnúmer
Frestað mál frá 539. fundi byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir að gjaldskrá Tónlistarskóla Skagafjarðar hækki frá 1. janúar 2011 á þann veg að tónlistarnám barna á grunnskólaaldri hækki um 5%, en annað tónlistarnám hækki um 15%.
21.Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts
Málsnúmer 1012107Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga um breytingu á núgildandi reglum sveitarfélagsins um styrki til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr. 5.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, sem taki gildi 1. janúar 2011.
Fyrsta málsgrein 3.gr. hljóði svo:
Styrkur til greiðslu fasteignaskatts skal nema 30% álags fasteignaskatts.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
22.Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2011
Málsnúmer 1012113Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga um breytingu á núgildandi reglum sveitarfélagsins um afslátt af fasteignaskatti, sem taki gildi 1. janúar 2011.
4.gr. verði eftirfandi:
Afsláttur af fasteignaskatti er tekjutengdur og er allt að 50.000 kr. á árinu 2011. Afsláttur er reiknaður til bráðabirgða við upphafsálagningu og er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekna samkvæmt síðasta skattframtali, þ.e. vegna tekna ársins 2009. Hámarks afsláttarupphæð við upphafsálagningu er 25.000 kr. Þegar staðfest skattframtal liggur fyrir vegna tekna ársins 2010 verður afsláttur endurskoðaður og leiðréttur. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks
5.gr. verði eftirfarandi:
Tekjumörk eru sem hér segir:
Fyrir einstaklinga:
a) með tekjur allt að kr. 2.300.000 fullur afsláttur skv. 4. gr.
b) með tekjur yfir kr. 3.100.000 enginn afsláttur.
Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk:
a) með tekjur allt að kr. 3.100.000,- fullur afsláttur skv. 4. gr.
b) með tekjur yfir kr. 4.200.000,- enginn afsláttur.
Ef tekjur eru á framangreindu bili er veittur hlutfallslegur afsláttur.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
23.Fasteignagjöld 2011 - gjaldskrá
Málsnúmer 1012065Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga um að eftirtaldir skattar og gjöld verði innheimt við álagningu fasteignagjalda 2011.
Fasteignaskattur A-flokkur 0,50%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,65%
Lóðarleiga íbúðarlóða 1,50%
Lóðarleiga atvinnulóða 2,50%
Leiga ræktunarlands utan þéttbýlis 0,70 kr/m2
Leiga ræktunarlands í þéttbýli 1,00 kr/m2
Fráveitugjald 0,275%
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði átta, frá 1. febrúar 2011 til 1. september 2011. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær kr. 350 fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki kr. 20.000 á gjaldanda, verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2011. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga, 1. maí 2011, séu þau jöfn eða umfram kr. 20.000.
Álagningarhlutföll , upphæðir og fjöldi gjalddaga eru óbreytt frá árinu 2010.
Álagningarseðlar fasteignagjalda verða sendir til allra gjaldenda sem eiga lögheimili utan sveitarfélagsins í pappírsformi og þeirra gjaldenda sem eru 60 ára og eldri. Gert er ráð fyrir að aðrir greiðendur nálgist rafræna útgáfu álagningarseðla í Íbúagátt sveitarfélagsins, nema þeir óski sérstaklega eftir pappírsútgáfu. Þessi tilhögun verði auglýst með góðum fyrirvara í staðarblöðum og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir tillöguna
24.Hlutafé í Íshestum
Málsnúmer 1011155Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins (NSA) þar sem tilkynnt er að sjóðurinn hafi ákveðið að selja hlutafé sitt í Íshestum ehf. ef söluverð verði ásættanlegt að hans mati. Sveitarfélagið er hluthafi í Íshestum ehf og á forkaupsrétt samkvæmt samþykktum félagsins. VJI Ráðgjöf hefur verið falið af NSA að verðmeta félagið og finna kaupendur að hlut sjóðsins.
Byggðarráðið samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn og felur sveitarstjóra að leita eftir þvi við VJI Ráðgjöf að sjá um að selja hlut sveitarfélagsins í Íshestum ehf. á hámarksvirði.
25.Stuðningur við rekstur sundlaugar
Málsnúmer 1011056Vakta málsnúmer
Erindi frá fulltrúum íbúa að Hólum í Hjaltadal, Starfsmannafélags Hólaskóla og Nemendafélags Hólaskóla varðandi ósk um aðkomu sveitarfélagsins að rekstri sundlaugarinnar að Hólum. Áður tekið fyrir á 535. fundi byggðarráðs og óskað eftir frekari gögnum sem hafa nú borist.
Byggðarráð telur ekki forsendur fyrir því að taka þátt í rekstri laugarinnar umfram það sem nú er gert. Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
Fundi slitið - kl. 19:35.
Byggðarráð samþykkir að vísa afgreiðslu þessa dagskrárliðar til afgreiðslu 22. liðar á dagskrá fundarins, 1009043 Fjárhagsáætlun 2011.