Fara í efni

Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts

Málsnúmer 1012107

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 540. fundur - 16.12.2010

Lögð fram tillaga um breytingu á núgildandi reglum sveitarfélagsins um styrki til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr. 5.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, sem taki gildi 1. janúar 2011.

Fyrsta málsgrein 3.gr. hljóði svo:

Styrkur til greiðslu fasteignaskatts skal nema 30% álags fasteignaskatts.

Byggðarráð samþykkir tillöguna.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 273. fundur - 21.12.2010

Tillaga um breytingu á núgildandi reglum sveitarfélagsins um styrki til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr. 5.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, sem taki gildi 1. janúar 2011, borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla 540. fundar byggðaráðs staðfest á 273. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.