Gjaldskrár og viðmiðunarupphæðir félagsþjónustu 2011
Málsnúmer 1012118
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 540. fundur - 16.12.2010
Lögð fram svohljóðandi bókun 167. fundar félags- og tómstundanefndar varðandi gjaldskrá og viðmiðunarupphæðir félagsþjónustu á árinu 2011.
Félags-og tómstundanefnd samþykkir og vísar til Byggðaráðs:
- að viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar verði óbreytt, 82% af lágmarksatvinnuleysisbótum.
- að gjaldskrá vegna niðurgreiðslu dagvistar á einkaheimilum verði óbreytt, en reglum verði breytt þannig að aðeins verði niðurgreitt fyrir börn sem ekki stendur til boða leikskólapláss nema í tilvikum sem verða tilgreind nánar í endurskoðuðum reglum.
Formaður óskar bókað við þennan lið: Við endurskoðun á reglum um niðurgreiðslu sveitarfélagsins vegna daggæslu í heimahúsum verður leitast við að hafa hagsmuni foreldra og barna að leiðarljósi þannig að skoðað verði í hvaða raunverulegu tilvikum fólk vill frekar hafa börn hjá dagmömmu en í leikskóla. Þau atriði verði síðan tiltekin sem sérstök tilvik við gerð reglnanna þannig að fullrar sanngirni sé gætt. - að gjald fyrir unna vinnustund í heimaþjónustu verði áfram miðað við launaflokk 123-5. þrep skv. samningum Starfsmannafélags Skagafjarðar.
- að daggjald notenda í dagvist aldraðra verði 1.150 kr.
Byggðarráð samþykkir ofangreinda gjaldskrárliði og viðmiðunarupphæðir.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 273. fundur - 21.12.2010
Tillaga um gjaldskrá og viðmiðunarupphæðir félagsþjónustu á árinu 2011 borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla 540. fundar byggðaráðs staðfest á 273. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 273. fundur - 21.12.2010
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu þessar liðar, til afgreiðslu 3. liðar á dagskrá fundarins, Fjárhagsáætlun 2011. Var það samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla 167. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 273. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Félags-og tómstundanefnd samþykkir og vísar til Byggðaráðs:
1) að viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar verði óbreytt, 82% af lágmarksatvinnuleysisbótum.
2) að gjaldskrá vegna niðurgreiðslu dagvistar á einkaheimilum verði óbreytt, en reglum verði breytt þannig að aðeins verði niðurgreitt fyrir börn sem ekki stendur til boða leikskólapláss nema í tilvikum sem verða tilgreind nánar í endurskoðuðum reglum.
Formaður óskar bókað við þennan lið: Við endurskoðun á reglum um niðurgreiðslu sveitarfélagsins vegna daggæslu í heimahúsum verður leitast við að hafa hagsmuni foreldra og barna að leiðarljósi þannig að skoðað verði í hvaða raunverulegu tilvikum fólk vill frekar hafa börn hjá dagmömmu en í leikskóla. Þau atriði verði síðan tiltekin sem sérstök tilvik við gerð reglnanna þannig að fullrar sanngirni sé gætt.
3) að gjald fyrir unna vinnustund í heimaþjónustu verði áfram miðað við launaflokk 123-5.þrep skv. samningum Starfsmannafélags Skagafjarðar.
4) að daggjald notenda í dagvist aldraðra verði 1.150.-